1. fundur Ungmennaráðs
Fundur Ungmennaráðs
1. fundur ungmennaráð Langanesbyggðar, haldinn á skrifstofu Langanesbyggðar að Langanesvegi 2, fimmtudaginn 9. nóvember 2023 kl. 15:00
Mætt voru: Hólmfríður Katrín Jónsdóttir, Kristín Svala Eggertsdóttir, Ása Margrét Sigurðardóttir og Katrín Rúnarsdóttir var í fjarfundi. Sigurbjörn V. Friðgeirsson sat einnig fundinn og Sigríður Friðný Halldórsdóttir sem ritaði fundargerð.
Fundargerð
1. Kynning á starfi nefndarmanna innan sveitarfélagsins
Sigurbjörn og Sigríður héldu kynningu á nefndarstörfum sveitarfélagsins og nefndin skoðaði skrifstofu Langanesbyggðar.
2. Kjör formanns ungmennaráðs
Bókun um afgreiðslu: Katrín Rúnarsdóttir verður formaður Ungmennaráðs.
Samþykkt samhljóða
3. Kjör varaformanns
Bókun um afgreiðslu: Hólmfríður Katrín Jónsdóttir verður varaformaður Ungmennaráðs.
Samþykkt samhljóða
4. Boð á Ungmennaþing SSNE 21-22. nóvember
Lagt fram til kynningar.
5. Önnur mál
Ekki fleira gert og fundi slitið kl 16:04