Fara í efni

2. fundur Ungmennaráðs

17.01.2024 15:00

Fundur Ungmennaráðs

2. fundur Ungmennaráðs Langanesbyggðar, haldinn á skrifstofu Langanesbyggðar að Langanesvegi 2, miðvikudaginn 17. janúar 2023 kl. 15:00

Mætt voru: Katrín Rúnarsdóttir formaður, Hólmfríður Katrín Jónsdóttir, Ása Margrét Sigurðardóttir og Kristín Svala Eggertsdóttir, Sigríður Friðný Halldórsdóttir ritar fundagerð og Sigurbjörn V. Friðgeirsson situr einnig fundinn undir liðum 1-4 og 8 en þurfti að víkja af fundi kl. 16:10.

Formaður setti fund og stjórnaði. Hún spurði hvort athugasemd væri gerð við fundarboð og dagskrá.

Fundargerð

1. Málefni félagsmiðstöðvarinnar Svarthols
Um árabil hefur félagsmiðstöðin Svartholið ekki haft hentugan samastað.

Bókun um afgreiðslu: Ungmennaráð bendir á að síðustu ár hefur félagsmiðstöðin amk. tvisvar sent inn erindi til sveitastjórnar um húsnæðismál Svartholsins. Ungmennaráð óskar eftir því við sveitarstjórn að fundinn verði bráðabirgðastaður fyrir bókasafnið svo félagsmiðstöðin geti flutt inn í það rými.

Samþykkt samhljóða.

2. Opin svæði innan Langanesbyggðar
Það eru einungis leikskólalóð og skólalóð sem eru með útivistartæki. Rætt um mögulega kosti á útirækt, hjólabrettasvæði eða aðra útiafþreyingu fyrir eldri krakka og ferðamenn á Þórshöfn og á Bakkafirði.

Bókun um afgreiðslu: Ungmennaráð óskar eftir að eftirfarandi punktar verði sendir á forstöðumann þjónustumiðstöðvar.
1. Að aparólan við skólann veri annað hvort löguð eða fjarlægð.
2. Keypt verði afþreyingartæki á tjaldsvæðið, til dæmis útirækt, stór netaróla, klifurvegg eða fleira.
3. Sett verði upp hjólabrettasvæði.
4. Útiskýli þar sem hægt er að grilla, borða og sitja.
5. Klósett á tjaldsvæði á Þórshöfn og Bakkafirði verði lagfærð.
6. Íþróttavöllurinn sé með merktar vallarlínur yfir sumartímann fyrir fótbolta og frjálsar.

Samþykkt samhljóða.

3. Frjálsíþróttasvæði á íþróttavelli
Sigurbjörn fer yfir sögu og stöðu málsins í dag.

Bókun um afgreiðsla: Ungmennaráð óskar eftir því að Sigurbjörn ræði við stjórn Ungmennafélags Langnesinga um hvar verkefnið er statt innan félagsins og kynni fyrir ráðinu á næsta fundi.

Samþykkt samhljóða

4. Almenningssamgöngur Langanesbyggðar

Bókun um afgreiðslu: Ungmennaráð bendir á að engar rútuferðir séu milli Húsavíkur og Langanesbyggðar sem er mjög óhentugt fyrir ungmenni sem hafa ekki umráð yfir bíl og sækja skóla utan sveitafélagsins.
Einnig óskar ráðið eftir að skoðaður verði möguleiki á frístundaakstri fyrir Bakkafjörð og dreifbýli.
Ungmennaráð hefur áhuga á því að fá Hopp hjól á svæðið.
Ráðið óskar eftir því við sveitastjóra að hann veki máls á fyrrnefndum atriðum við viðeigandi aðila.

Samþykkt samhljóða.

5. Erindi til Þorrablótsnefndar Þórshafnar og nágrennis
Rætt um aldurstakmark á Þorrablótið á Þórshöfn og hvort ætti að lækka aldurstakmark.

Bókun um afgreiðslu: Sent verði erindi til Þorrablótsnefndar að aldur á Þorrablótið miðist við árið en ekki afmælisdag.

Með: Hólmfríður
Sitja hjá: Kristín
Móti: Katrín, Ása

6. Val í vinnuskóla Langanesbyggðar
Rætt um að krakkar sem skrá sig í vinnuskóla Langanesbyggðar hafi val um að vinna á leikskólanum, Nausti eða í Þjónustumiðstöð.
Bókun um afgreiðslu: Ungmennaráð óskar eftir því við sveitarstjóra að hann útfæri hugmyndina í samvinnu við deildarstjóra.

Samþykkt samhljóða

7. Hugmyndasamkeppni
Rætt um að setja af stað hugmyndasamkeppni um afþreyingu, viðburði eða annað sem gæti dregið ferðamenn að staðnum.

Bókun um afgreiðslu: Ósk um að verkefnastjóri Kistunnar vinni málið áfram og kynni fyrir nefndinni á næsta fundi.

Samþykkt samhljóða.

8. Umsókn styrkja til RANNÍS vegna starfsemi Ungmennaráðs
Sigurbjörn gerði grein fyrir æskulýðsstyrkjum RANNÍS.

9. Önnur mál
     a. Kynning í skóla
Ungmennaráð mun fara upp í Grunnskóla í vikunni og kynna starfsemi sína og ræða við nemendur skólans. Settur verður hugmyndakassi fyrir grunnskólanemendur og farið í gegnum hugmyndir á næsta fundi.
     b. Braut fyrir hestamennsku
Engin almennileg braut er innan sveitafélagsins til þess að stunda hestamennsku.
Bókun um afgreiðslu: Óskað er eftir því að sveitafélagið bæti aðstöðu til hestamennsku í samvinnu við Hestamannafélagið Snæfaxa.

Samþykkt samhljóða.

Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.

Fundi slitið kl. 16:50

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?