Fara í efni

4. fundur Ungmennaráðs

15.08.2024 13:00

Fundur Ungmennaráðs

4. fundur Ungmennaráðs Langanesbyggðar, haldinn á skrifstofu Langanesbyggðar að Langanesvegi 2, fimmtudaginn 15. ágúst 2024 kl. 13:00.
Mætt voru: Katrín Rúnarsdóttir formaður, Hólmfríður Katrín Jónsdóttir, Ása Margrét Sigurðardóttir og Kristín Svala Eggertsdóttir. Sigurbjörn V. Friðgeirsson og Bjarnheiður Jónsdóttir sátu einnig fundinn og Sigríður Friðný Halldórsdóttir rita fundagerð.

Formaður setti fund og stjórnaði. Hún spurði hvort athugasemd væri gerð við fundarboð og dagskrá.

Fundargerð

1. Fundargerðir síðastu funda
Farið yfir stöðu málefna sem hafa verið rædd á fundum.

2. Fulltrúar á ungmennaþing SSNE 2024
Sigurbjörn fer yfir hvað hefur gerst í vinnu við skipulagningu Ungmennaþings 2024. Óskað er eftir þátttöku ungmennaráða sveitarfélaga á Norðurlandi Eystra sem verður 14. og 15. október á Breiðumýri.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin tekur vel í að senda fjóra fulltrúa úr ungmennaráði Langanesbyggðar á Ungmennaþing SSNE 2024 og mun senda nöfn fulltrúa á Sigurbjörn fyrir 12. september.

Samþykkt samhljóða

3. Samgönguvika, Bíllausi dagurinn og Göngum í skólann

Göngum í skólann hefst 4. september og er það gönguátak sem Grunnskólar hafa tekið þátt í. Samgönguvikan hefst 16. september og lýkur 22. september með bíllausadeginum.

Bókun um afgreiðslu: Ungmennaráð vill vekja athygli á átakinu þar sem vistvænir ferðamátar eru notaðir í september. Ungmennaráð skorar sérstaklega á fyrirtæki í Langanesbyggð að taka þátt í Bíllausa deginum 22. september.

Samþykkt samhljóða. 

4. Teikningar af nýrri leikskólalóð
Bókun um afgreiðslu: Ungmennaráði lýst vel á teikningar af nýrri leikskólalóð og bendir á að gaman væri að hafa lítið klifursvæði og útisnaga handa börnunum fyrir útiflíkur og fleira. Sigríði falið að koma hugmyndum áfram til leikskólastjóra.

Samþykkt samhljóða. 

5. Aðgengismál fyrir fatlaða í sveitarfélaginu
Umræður um mikilvægi þess að aðgengismál séu í lagi hjá sveitarfélaginu.

6. Styrktarsjóðir sem opna í september
6.1 .
Uppbyggingarsjóður SSNE
6.2. Æskulýðssjóður Rannís
6.3. Íþróttasjóður Rannís

Lagt fram til kynningar.

7. Kynning á Ungmennaráði
Ungmennaráð er enn ófullskipað.

Bókun um afgreiðslu: Fulltrúar ungmennaráðs munu kynna starfsemi ráðsins í Grunnskólanum á Þórshöfn og hvetja til þátttöku. Áhugasamir sendi póst á Katrínu formann ráðsins á netfangið katrinrunars05@gmail.com.

Samþykkt samhljóða. 


8. Önnur mál
8.1 Samfélagsmiðlar ungmennaráðs
Bókun um afgreiðslu: Formanni falið að stofna netfang og samfélagsmiðla fyrir ungmennaráð til að vekja athygli á málefnum og starfsemi ráðsins.

Samþykkt samhljóða. 

 

Ekki meira gert og fundi slitið kl. 14:22

Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?