5. fundur Ungmennaráðs
Fundur Ungmennaráðs Langanesbyggðar
5. fundur ungmennaráð Langanesbyggðar, haldinn á skrifstofu Langanesbyggðar að Langanesvegi 2, fimmtudaginn 9. október 2024 kl. 15:00
Mætt voru: Kristín Svala Eggertsdóttir, Ása Margrét Sigurðardóttir og Katrín Rúnarsdóttir, formaður. Sigurbjörn V. Friðgeirsson sat einnig fundinn og Sigríður Friðný Halldórsdóttir ritaði fundargerð.
Formaður spurði hvort einhverjar athugasemdir væru við fundarboð, svo var ekki og gengið var til dagskrár.
Fundargerð
1. Útbúnaður í þreksal íþróttamiðstöðvar
Rætt um bætingu búnaðar í þreksal. Tæki sem eru á óskalista ungmenna eru meðal annars logpress, stairmaster, hip-thrust vél, bumper plates, réttstöðulyftustangir og fleira sem myndi gagnast iðkendum í þreksal.
Bókun um afgreiðslu: Sigurbjörn mun skoða búnað samkvæmt umræðum á fundi í aðdraganda fjárhagsáætlunar.
Samþykkt samhljóða.
2. Íbúafundur á Bakkafirði
Nú líður verkefnið Betri Bakkafjörður undir lok en mikilvægt að sveitarfélagið haldi áfram því góða starfi sem hefur verið þar síðustu ár. Formaður sótti íbúafund á Bakkafirði þar sem margar áhugaverðar hugmyndir komu fram.
Bókun um afgreiðslu: Ungmennaráð biðlar til félagsmiðstöðvarinnar Svarthols og annarra félagasamtaka sem sjá um ungmennastarf að nýta þá aðstöðu sem til er á Bakkafirði til félagsstarfs ungmenna.
Samþykkt samhljóða.
3. Forvarnastefna
Umræða um mikilvægi forvarnarmala og hugmyndir um sameiginlega forvarna- og lýðheilsustefnu.
4. Hugmyndakassi Grunnskólans
Margar góðar hugmyndir komu frá grunnskólabörnum þegar hugmyndakassi stóð í skólanum í byrjun árs.
Bókun um afgreiðslu: Ungmennaráð samþykkir að gera það að verkferli sínu að kynna starf ungmennaráðs árlega ásamt því að setja upp hugmyndakassa fyrir nemendur tengdri starfsemi ráðsins að hausti.
Samþykkt samhljóða.
5. Ungmennaþing í Langanesbyggð
Rætt um möguleika þess að halda Ungmennaþing í Langanesbyggð. Hægt er að sækja í samkeppnissjóði um niðurgreiðslu slíks þings.
Bókun um afgreiðslu: Ungmennaráð óskar eftir fjármagni í að standa að Ungmennaþingi haust 2025 í Langanesbyggð til að kynna og starfsemi sína fyrir börnum og unglingum á svæðinu og hvetja ungmenni til starfa í ráðinu.
Samþykkt samhljóða.
6. Ungmennaþing SSNE
Farið yfir dagskrá Ungmennaþings SSNE sem verður 14-15. október. Fjórir fulltrúar fara frá Langanesbyggð.
7. Önnur mál
7.1. Hinsegin Norðurland júní 2025
Búið að bjóða Langanesbyggð að vera þátttakandi í hinsegidögum á Norðurlandi í júní 2025.
7.2. Verklag Ungmennaráðs
Útbúið verklag Ungmennaráðs sem verður sett inn í erindisbréf ráðsins.
Ekki fleira gert og fundi slitið kl. 16:30