Fara í efni

1. fundur velferðar- og fræðslunefndar

15.09.2022 15:00

Fundur í velferðar- og fræðslunefnd

1. fundur velferðar- og fræðslunefndar Langanesbyggðar, haldinn á skrifstofu Langanesbyggðar að Langanesvegi 2, fimmtudaginn 15. september 2022 kl. 15:00.

Mætt voru: Sigríður Friðný Halldórsdóttir formaður, Karítas Ósk Agnarsdóttir, Hulda Kristín Baldursdóttir, Þórarinn J. Þórisson, Árni Davíð Haraldsson staðgengill skólastjóra grunnskólans, Halldóra Jóhanna Friðbergsdóttir skólastjóri leikskólans og Björn S. Lárusson sveitarstjóri sem einnig ritaði fundargerð.

Einnig sátu eftirtaldir áheyrnarfulltrúar fundinn undir liðum um Fræðslumál: Fyrir kennara leikskólans Hjördís Matthilde Henriksen,

Formaður setti fund og stjórnaði. Hún spurði hvort athugasemd væri gerð við fundarboð og dagskrá. Svo var ekki og því var gengið til dagskrár.

Fundargerð

Fræðslumál

 1. Ákvörðun um fundardag og fundartíma fyrir kjörtímabilið 2022 – 2026

Bókun um afgreiðslu: Nefndin ákveður að reglulegir fundir í fundavikum verði fimmtudaga kl. 15:00

Samþykkt samhljóða

2. Erindisbréf nefndarinnar 2022 – 2026
Erindisbréf nefndarinnar sem samþykkt var í sveitarstjórn 8. september lagt fram.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir framkomið erindisbréf sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.

3. Dagskrá vetrarins og tímalína verkefna hvers árs
Lögð fram tímalína um verkefni hvers árs til umræðu. Skjal sem unnið var af Miðstöð skólaþróunar HA.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin vill stefna að því að kalla fyrir nefndina fulltrúa hagsmunahópa og samtaka í sveitarfélaginu til að fá fram sjónarmið og gera grein fyrir starfsemi þeirra.

Samþykkt samhljóða.

4. Skammtímaskólavist barna á Barnabóli
Skólastjóri Barnabóls gerði grein fyrir hugmyndum um skammtímaskólavist barna á Barnabóli.

Bókun um afgreiðslu: Leikskólastjóra falið að leggja fram tillögur eða reglur um skammtímaskólavist fyrir næsta fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða.

5. Skýrsla skólastjóra grunnskóla og leikskóla
Skólastjórar gerðu grein fyrir starfinu framundan í vetur.

6. Samningur um skólaakstur við Víkursker ehf. uppfærður.
Samningur um Víkursker hefur verið uppfærður miðað við verlagsþróun og hækkaður um 5,4% samkvæmt ákvörðun byggðaráðs. Aðrir samningar eru verðtryggðir. Nýr samningur lagður fram til kynningar.

7. Önnur mál

Engin önnur mál undir þessum liðum.

Velferðarmál
8. Samningur um rekstur umdæmisráðs barnaverndar á landsvísu
Lagður fram samningur um rekstur umdæmisráðs barnaverndar.

Bókun um afgreiðslu: Velferðar og fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leiti að taka þátt í umdæmisráði barnaverndar með öðrum sveitarfélögum og vísar samningnum til sveitarstjórnar til umfjöllunar.

Samþykkt samhljóða

     a) Erindisbréf valnefndar umdæmisráðs barnaverndar á landsvísu
Lagt fram erindisbréf valnefndar umdæmisráðs barnaverndar.

     b) Viðauki l og viðauki ll
Viðaukar við samning um rekstur umdæmisráðs barnaverndar á landsvísu.

     c) Bókanir annarra sveitarfélaga um rekstur umdæmisráðs
Lagðar fram bókanir frá öðrum sveitarfélögum um rekstur umdæmisráðs. Fleiri bókanir hafa borist, allar á sama veg.

9. Samningur við Norðurþing um félagsþjónustu
Lagður fram samningur við Norðurþing um félagsþjónustu sem undirritaður var s.l. vor. Norðurþing hefur gert sveitarfélögunum grein fyrir halla á rekstri félagsþjónustunnar með tölfræðilegum upplýsingum. Beðið er eftir skýringum Norðurþings á ástæðum hallans.

Bókun um afgreiðslu: Beðið er eftir rökum frá Norðurþingi varðandi halla á rekstri félagsþjónustunnar. Sveitarstjórar í Þingeyjarsýslu munu funda með félagsþjónustunni og kynna fyrir nefndinni niðurstöður viðræðna.

Samþykkt samhljóða.

10. Önnur mál

a) Heimsókn fulltrúa Öryrkjabandalags Íslands til Þórshafnar 13. september.

Bókun um afgreiðslu: Slökkvistjóra og íþróttafulltrúa falið að vinna aðgerðaráætlun um bætt aðgengi ásamt kostnaðaráætlun. Sveitarstjóra falið að spyrjast fyrir um styrk sem veittur var til Norðurþings og nágrennis á síðasta ári til að bæta aðgengi.

Samþykkt samhljóða.

Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.

Fundi slitið kl. 16:20

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?