Fara í efni

11. fundur Velferðar- og fræðslunefndar

26.10.2023 15:00

Fundur velferðar- og fræðslunefndar

11. Fundur velferðar- og fræðslunefndar Langanesbyggðar, haldinn á skrifstofu Langanesbyggðar að Langanesvegi 2, fimmtudaginn 26. október 2023 kl. 15:00

Mætt voru: Sigríður Friðný Halldórsdóttir formaður, Karítas Ósk Agnarsdóttir, Jóhann Hafberg Jónasson, Þórarinn J. Þórisson, Hulda Kristín Baldursdóttir, Björn S. Lárusson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

Einnig sátu undir lið 1-6 um fræðslumál eftirtaldir áheyrnarfulltrúar:

Árni Haraldsson, staðgengill skólastjóra Grunnskólans á Þórshöfn og Magdalena Zawodna fyrir kennara grunnskólans, Hjördís Matthilde Henriksen staðgengill skólastjóra Barnabóls og fulltrúi kennara Barnabóls.

Herdís Eik Gunnarsdóttir, forstjóri Nausts, sat fundinn undir lið 7.

Formaður setti fund og stjórnaði. Hún spurði hvort athugasemd væri gerð við fundarboð og dagskrá.

Fundargerð

Fræðslumál

1. Byggjum brú frá grunnskóla til framhaldsskólana – endurskoðað lokaskjal 18.10.2023
Samhæft skjal grunn og framhaldsskóla á Norðurlandi Eystra til að samrýma upplýsingaflæði milli grunn- og framhaldsskóla sem auðvelda nemanda að hefja nám á nýju skólastigi. Skjalið eru endurskoðað reglulega og nú nýverið bætt inn klausu um farsældarlögin.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin leggur til að skólastjóri kynni skjalið fyrir foreldrum barna á efsta stigi.

Samþykkt samhljóða

2. Frumvarp til laga um Miðstöð menntunar og skólaþjónustu.
Lagt fram til kynningar.

3. Menntastefna Langanesbyggðar.
Þann 28. september síðastliðinn var haldinn íbúafundur þar sem íbúum gafst tækifæri til að hafa bein áhrif á mótun menntastefnu fyrir sveitafélagið. Það er hluti í vinnu við nýja menntastefnu en nú þegar hefur farið fram vinna innan Grunnskólans og Barnabóls hjá nemendum og starfsfólki.

Í kjölfar íbúafundar mun Gunnar Gíslason, forstöðumaður Miðstöðvar Símenntunar Háskólans á Akureyri, taka saman punkta frá Grunnskólanum, Barnabóli og íbúafundinum og kalla svo starfshóp menntastefnunnar saman. Í starfshópnum sitja skólastjórar beggja skólanna, fulltrúi foreldra beggja skólanna, fulltrúi nemenda Grunnskólans og fulltrúi sveitarstjórnar og formaður velferðar- og fræðslunefndar

Lagt fram til kynningar.

4. Skýrsla skólastjóra Grunnskólans á Þórshöfn
Staðgengill skólastjóra fór yfir 8 mánaða uppgjör og 8+4 mánaða útkomuspá. Rekstur Grunnskólans er undir áætlun, þá má helst horfa í lægri launakostnaði. Búið er að auglýsa eftir stærðfræðikennara en aftur verður aftur auglýst í lok mánaðar þar sem engar umsóknir hafa borist.
Afmælishátíðin gekk vel og skólinn fékk samtals 400 þúsund í gjafir frá Verkalýðsfélagi Þórshafnar og foreldrafélaginu. Tónlistaskólinn er að verða klár eftir vatnstjón en ekki þurfti að fella niður kennslu vegna þessa. Í næstu viku er stefnt á heimsókn í framhaldsskólana á Akureyri. Sundlota mun hefjast um miðjan nóvember.

5. Skýrsla skólastjóra Barnabóls
Staðgengill skólastjóra fór yfir 8 mánaða uppgjör og 8+4 mánaða útkomuspá. Reksturinn er undir áætlun en helsta skýring er lágur launakostnaður vegna undirmönnunar.
Mikil ánægja var með afmælishátíðina og þakkar leikskólinn kærlega fyrir góðar gjafir. Verið er að vinna að innra mati og setja upp kerfi til að koma matinu öllu á sama stað.
Í næstu viku byrjar valið hjá unglingunum í grunnskólanum þar sem þau koma á leikskólann einu sinni í viku. Foreldrasamtölum er lokið og góðar og skemmtilegar umræður sköpuðust. Í starfi inn á deildunum er sérstaklega verið að vinna með tilfinningar og líðan.

6. Önnur mál
Leiktæki á skólalóðum

Bókun um afgreiðslu: Nefndin óskar eftir upplýsingum um stöðu mála á leiktækjum á lóðum beggja skóla eftir úttekt sem gerð var í sumar.

Velferðarmál

7. Samningur um sameiginlegt þjónustusvæði um almenna og sértæka félagsþjónustu – yfirfarinn samningur
Herdís Gunnarsdóttir kom inn á fundinn. Fjallað um hvað samningurinn um félagsþjónustunnar felur i sér.

Bókun um afgreiðslu: Óskað er eftir því að Hróðný Lund félagsmálastjóri Norðurþings komi á næsta fund nefndarinnar og skýri út atriði í ofangreindum samningi. Nefndin tekur undir með forstjóra Nausts um vanda tengdan félagslegri þjónustu í sveitarfélaginu m.a. aksturþjónustu o.fl. Nefndin telur að hægt sé að leysa mörg verkefni með kaup á bíl með hjólastólaaðgengi fyrir akstursþjónustu.

Samþykkt samhljóða.

8. Samningur um rekstur umdæmisráðs Landsbyggða ásamt verklagsreglum, erindi til valnefndar og viðauka.
Með nýjum farsældarlögum tók í ársbyrjun 2023 til starfa umdæmisráð Landsbyggða. Meðfylgjandi er yfirferð á fyrsta starfsári Umdæmisráðs Langsbyggða ásamt verklagsreglum þeirra.

Lagt fram til kynningar.

9. Samþykkt um fullnaðarafgreiðslu mála hjá Barnaverndarþjónustu Norðurþings samkvæmt 3. mgr. 12. gr. Barnaverndarlaga – yfirfarin samþykkt Norðurþings

Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir fyrir sitt leiti samþykkt um fullnaðarafgreiðslu mála hjá Barnaverndarþjónustu Norðurþings.

Samþykkt samhljóða.

10. Boð til sveitarfélaga vegna barnaþings
Barnaþing umboðsmanns barna verður haldið í Hörpu í Reykjavík dagana 16-17. nóvember 2023.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin hvetur Langanesbyggð til að koma til móts við ferðakostnað þátttakanda.

Samþykkt samhljóða.

Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.

Fundi slitið kl. 16:50

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?