13. fundur velferðar og fræðslunefndar
Fundur velferðar- og fræðslunefndar
13. Fundur velferðar- og fræðslunefndar Langanesbyggðar, haldinn á skrifstofu Langanesbyggðar að Langanesvegi 2, miðvikudaginn 24. janúar 2024 kl. 14:00
Mætt voru: Sigríður Friðný Halldórsdóttir, Karítas Ósk Agnarsdóttir, Þórarinn J. Þórisson, Margrét Guðmundsdóttir, Jóhann Hafberg Jónasson, Björn S. Lárusson sveitarstjóri og Bjarnheiður Jónsdóttir skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.
Einnig sátu undir lið 1-6 um fræðslumál eftirtaldir áheyrnarfulltrúar:
Hilma Steinarsdóttir skólastjóri Grunnskólans á Þórshöfn, Magdalena Zawodna fyrir kennara grunnskólans, Hjördís Matthilde Henriksen fulltrúi kennara Barnabóls og Sigríður Harpa Jóhannesdóttir fyrir hönd foreldra GÞ. Sigurbjörn Veigar Friðgeirsson kom inn undir 4. lið.
Formaður setti fund og stjórnaði. Hún spurði hvort athugasemd væri gerð við fundarboð og dagskrá.
Fundargerð
Fræðslumál
1. Bréf frá Persónuvernd.
Ákvarðanir Persónuverndar um notkun Google Workspace for Education í grunnskólastarfi. Bréfið hefur einnig verið kynnt fyrir persónuverndarfulltrúa sem er Lúðvík Bergvinsson hjá Bonafide.
Bókun um afgreiðslu: Grunnskóli Þórshafnar notast ekki við GWE svo erindið á ekki við.
Samþykkt samhljóða.
2. Skólastefna Langanesbyggðar – framgangur mála
Undanfarin ár hefur skólastefna Langanesbyggðar verið í vinnslu. Gunnar Gíslason sendi nýverið upplýsingar þess efnis að vinna við að setja upp drög út frá göngum frá Barnabóli, Grunnskólanum og íbúafundi í haust og er gert ráð fyrir að sú vinna klárist í febrúar.
Lagt fram til kynningar.
3. Framvinduskýrsla frá Grunnskólanum á Þórshöfn.
Menntamálastofnun sendi bréf þess efnis að óska eftir síðustu framvinduskýrslu Grunnskólans á Þórshöfn þar sem komi fram mat á ávinningi aðgerða og hvort fyrirhuguð sé áframhaldandi vinnu fyrir 12. febrúar 2024.
Bókun um afgreiðslu: Hilma skólastjóri gerði grein fyrir stöðu framvinduskýrslu og er falið að skila til Menntamálastofnunnar.
Samþykkt samhljóða.
4. Forvarnarstefna Langanesbyggðar
Engin forvarnarstefna er til hjá sveitarfélaginu.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin telur mikilvægt að sveitarfélagið myndi sér stefnu í forvarnarmálum og óskar eftir því við sveitarstjórn að mótuð verði forvarnar- og lýðheilsustefna og sett verði í það fjármagn.
Samþykkt samhljóða.
5. Menningarstefna Langanesbyggðar.
Samkvæmt IV. kafla 2. liðar skal velferðar– og fræðslunefnd endurskoða stefnuna á hverju kjörtímabili. Lögð er fram endurskoðun fyrir árin 2024-2026.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir menningarstefnu Langanesbyggðar.
Samþykkt samhljóða.
6. Skýrsla skólastjóra Grunnskólans á Þórshöfn
Rætt var um starfsmannamál, komandi þorrablót skólans og árshátíð.
7. Skýrsla leikskólastjóra Barnabóls.
Rætt var um starfsmannamál, fjölgun barna á leikskólanum og komandi þorrablót.
8. Heimild til könnunar vegna tónlistaráhuga í leikskólum.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin gerir ekki athugasemd við að könnun verði lögð fyrir á leikskólanum.
Samþykkt samhljóða.
9. Önnur mál
a. Breyttur fundartími á næsta fundi
Fram hefur komið ósk frá skólastjóra Grunnskólans að næsti fundur nefndar sem er áætlaður 15. febrúar verði færður til.
Bókun um afgreiðslu: Lagt er til að næsti fundur nefndar verði mánudaginn 19. febrúar kl. 15.
Samþykkt samhljóða.
Velferðarmál
10. Ársskýrsla félagsþjónustu Norðurþings 2022.
Lagt fram til kynningar.
Bókun um afgreiðslu: Lið frestað til næsta fundar þegar Lára félagsmálastjóri Norðurþings hefur kynnt árskýrsluna fyrir nefndinni.
Samþykkt samhljóða.
11. Barnamálaráðherra er varðar beiðni um undanþágu sveitarfélaga í Þingeyjarsveit um undanþágu vegna flutnings barnaverndarmála til Akureyrar sökum fámennis í sýslunni.
Lagt fram til kynningar
12. Úthlutunarreglur Menningarsjóðs Langanesbyggðar.
Í 7. gr. úthlutunarreglna er kveðið á um að verklagsreglur skuli endurskoðaðar árlega. Lagðar fram endurskoðaðar úthlutunarreglur fyrir yfirstandandi ár 2024.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir endurskoðun úthlutunarreglna Menningarsjóðs Langanesbyggðar.
Samþykkt samhljóða.
Önnur mál.
Nefndin hvetur öll fyrirtæki innan Langanesbyggðar að taka þátt í Lífshlaupinu sem hafst 7. febrúar en skráning er hafin á lifshlaupid.is.
Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 15:10