Fara í efni

14. fundur velferðar- og fæðslunefndar

24.06.2020 12:00

14. fundur velferðar- og fræðslunefndar Langanesbyggðar haldinn í félagsheimilinu Þórsveri Þórshöfn fimmtudaginn 24. júní 2020 kl. 12:00.

Mætt voru: Sara Stefánsdóttir formaður, Sólrún Arney Siggeirsdóttir, Sigríður Friðný Halldórsdóttir, Jóhann Hafberg Jónasson og Jónas Egilsson sveitarstjóri sem einnig ritaði fundargerð. Forföll: Aneta Potrykus.

Áheyrnarfulltrúar: Halldóra Jóhanna Friðbergsdóttir skólastjóri Barnabóls, Hilma Steinarsdóttir skólastjóri Grunnskólans á Þórshöfn, Hildur Stefánsdóttir fulltrúi kennara við Grunnskólann. Forföll: Daníel Hansen fulltrúi Svalbarðshrepps.

Formaður setti fund og stjórnaði.

Fundargerð

1.            Samþætting leik- og grunnskóla Langanesbyggðar, 2. umræða

Eftirtalin gögn lögð fram: Innleiðingaráætlun – nýtt skipurit fyrir leik- og grunnskóla skóla Langanesbyggðar, dags. 13. maí 2020. Hún er unnin af Gunnari Gíslasyni skólaráðgjafa í samvinnu við skólastjóra beggja skólanna. Einnig lagt fram yfirlit með tímalínu árlegra verkefna og ákvarðanatöku í fræðslumálum.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir framlagða innleiðingaráætlun fyrir leik- og grunnskóla Langanesbyggðar. Einnig er skipurit skólanna staðfest. Þá er tímalína árlegra verkefna og ákvarðanatöku nefndarinnar einnig samþykkt.

Samþykkt samhljóða.

2.            Starfsáætlun leik- og grunnskóla 2020-2021 – framhald umræðu

Starfsáætlanir leik- og grunnskóla skólaárið 2020-2021 lagðar fram að nýju.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin staðfestir starfsáætlanir leik- og grunnskóla fyrir skólaárið 2020-2021.

Samþykkt samhljóða.

3.            Jafnréttisáætlun Langanesbyggðar

Drög að jafnréttisáætlun sveitarfélagsins verður lögð fram í ágúst, en sveitarfélagið þarf að skila henni inn í september nk. 

4.            Endurbætur á íþróttaaðstöðu á Þórshöfn

Sveitarstjóri gerði grein fyrir samræðum við fulltrúa stjórna UMFL um endurbætur á íþróttaaðstöðu við íþróttamiðstöðina Ver. Hann fór einnig yfir hugmyndir um lagfæringar á íþróttahúsinu sjálfu.

5.            Önnur mál

a) Hilma óskaði eftir öðrum fundardegi fyrir nefndina en miðvikudag þar sem sá dagur rekst á fundartímatíma starfsmanna skólans.

 Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 12:50.

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?