15. fundur velferðar- og fæðslunefndar
15. fundur velferðar- og fræðslunefndar Langanesbyggðar haldinn í félagsheimilinu Þórsveri Þórshöfn miðvikudaginn 26. ágúst 2020 kl. 14:00.
Mætt voru: Sara Stefánsdóttir formaður, Aneta Potrykus, Gréta Bergrún Jóhannesdóttir, Sólveig Sveinbjörnsdóttir, Jóhann Hafberg Jónasson og Jónas Egilsson sveitarstjóri sem einnig ritaði fundargerð.
Áheyrnarfulltrúar: Halldóra Jóhanna Friðbergsdóttir skólastjóri Barnabóls, Hilma Steinarsdóttir skólastjóri Grunnskólans á Þórshöfn, Magdalena Zawodna fulltrúi kennara við Grunnskólann og Ágústa Jóhannesdóttir fulltrúi annarra starfsmanna.
Formaður setti fund og stjórnaði.
Fundargerð
1. Hauststarf skólanna
1.1. Innritun barna í grunnskóla – skólaskylda
Skólastjóri grunnskólans gerði grein fyrir skráningu barna í grunnskólann í haust. Samtals eru 67 nemendur skráðir til náms í vetur.
1.2. Fjöldi barna og staða í leikskóla
Skólastjóri Barnabóls gerði grein fyrir skráningum barna og fleiri atriðum í rekstri leikskólans. Samtals eru 20 börn skráð á haustönn í vetur.
1.3. Fyrirkomulag skólaaksturs
Skólastjóri gerði grein fyrir fyrirkomulagi skólaaksturs og fjölda barna í akstrinum. Fyrirkomulag í öllum grundvallaratriðum það sama og á síðasta skólaári, en 25 börn eru í akstri. Vegna tímabundna aðstæðna er skólastjóra heimilt að bjóða barni skólaakstur úr dreifbýli.
2. Samningur um skólaþjónustu við leik- og grunnskóla
Drög að samningi við Miðstöð skólaþróunar Háskólans á Akureyri lögð fram.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin mælir með því við byggðaráð að gerður verði formlegur samningur við Miðstöð skólaþróunar HA til þriggja ára.
Samþykkt samhljóða.
3. Niðurstöður loftgæðamælinga í Barnabóli
Niðurstöður loftgæðamála í leikskólanum Barnabóli lagðar fram, dags. 17. ágúst 2020.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin mælir með því loftstilling verði bætt og að skoðaðir verði möguleikar á að koma fyrir opnanlegum gluggum fyrir í ákveðnum rýmum í samráði við ráðgjafa og leikskólastjóra.
Samþykkt samhljóða.
4. Erindi frá foreldrafélagi Grunnskólans um framkvæmdir á skólalóð
Lagt fram erindi frá foreldrafélagi Grunnskólans á Þórshöfn, dags. 1. ágúst 2020, lagt fram.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin mælir með því við byggðaráð, sveitarstjóra og skólastjóra að þær framkvæmdir sem lagðar eru til í erindinu verði framkvæmdar við fyrsta hentuga tækifæri. Kostnaður Langanesbyggðar yrði kaup á rörum. Annar kostnaður yrði Foreldrafélagsins.
Samþykkt samhljóða.
5. Fjárhagsáætlunargerð 2021
Sveitarstjóri fór yfir helstu atriði fjárhagsáætlunargerðar og óskaði eftir ábendingum á næsta fundi nefndarinnar.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin mælir með því að Langanesbyggð hafi frumkvæði að samráðsfundi með hagsmunaaðilum í byggðarlaginu um framkvæmd á styttingu vinnuviku sem kemur framkvæmda á næsta ári.
Samþykkt samhljóða.
6. Minnisblað um ávaxtar- og mjólkuráskrift í Grunnskóla Þórshafnar
Minnisblað um tillögu skólastjóra um hafa mjólkur- og ávaxtaáskrift gjaldfría fyrir nemendur. Lagðir eru fram tveir valkostir gjaldfrjálsa áskrift eða á kostnaðarverði.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin mælir með því að gjald fyrir mjólkur- og ávaxtaáskrift verði fell niður.
Samþykkt samhljóða.
Áheyrnarfulltrúar véku af fundi.
7. Félagsþjónusta – Hróðný Lund, félagsmálastjóri verður í fjarfundarsambandi við fundarmenn
Hróðný Lund félagsmálastjóri Norðurþings, sem var í fjarfundarsambandi, fór yfir helstu mál sem snúa að félagsþjónustu í sveitarfélaginu, en Langanesbyggð er með samstarfssamning við Norðurþing vegna þessarar þjónustu.
8. Störf barnaverndar Þingeyinga 2020
Samantekt um störf Barnaverndarnefndar Þingeyinga 2019 lögð fram.
9. Önnur mál
9.1. RIFF bílabíó/bíóbíllinn
Lagt fram erindi frá RIFF dags. 19. ágúst 2020.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin mælir með því að Langanesbyggð taki þátt í verkefninu og leggur til að sveitarstjóri og Þjónustumiðstöð undirbúi
þátttöku okkar.
Samþykkt samhljóða.
9.2. Frammistöðuskýrsla ungt fólk og Eyþing 2020
Skýrslan lögð fram. Nefndin þakkar fulltrúum Langanesbyggðar fyrir þeirra þátttöku í þessu ungmennaverkefni.
9.3. Myndverk Sölva Steins Alfreðssonar
Sölvi Steinn hefur í sumar með samþykki sveitarstjóra, komið fyrir steinmyndum sem hann hefur gert á nokkrum stöðum í sveitarfélaginu.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin fagnar framtaki Sölva og felur sveitarstjóra að ræða við hann um skil og varðveislu verkanna.
Samþykkt samhljóða.
Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:45.