Fara í efni

16. fundur velferðar- og fræðslunefndar

11.04.2024 15:00

Fundur velferðar- og fræðslunefndar

16. Fundur velferðar- og fræðslunefndar Langanesbyggðar, haldinn á skrifstofu Langanesbyggðar að Langanesvegi 2, fimmtudaginn 11.04.2024 kl. 15:00

Mætt voru: Sigríður Friðný Halldórsdóttir, Karítas Ósk Agnarsdóttir, Þórarinn J. Þórisson, Margrét Guðmundsdóttir, Jóhann Hafberg Jónasson og Bjarnheiður Jónsdóttir skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð. Einnig sátu undir lið 1-6 um fræðslumál eftirtaldir áheyrnarfulltrúar:
Hilma Steinarsdóttir skólastjóri Grunnskólans á Þórshöfn, Halldóra Jóhanna Friðbergsdóttir skólastjóri leikskólans Barnabóls, Magdalena Zawodna fyrir kennara grunnskólans, Hjördís Matthilde Henriksen fulltrúi kennara Barnabóls og Steinar Pálmi Ágústsson fyrir hönd foreldra leikskólans.

Formaður setti fund og stjórnaði. Hún spurði hvort athugasemd væri gerð við fundarboð og dagskrá.

Fundargerð

Fræðslumál

1. Fundargerð Menningarmiðstöðvar Þingeyinga frá 29.02.2024
Lagt fram til kynningar

2. Íslensku menntaverðlaunin 2024 – ósk um tilnefningar
Lagt fram til kynningar.

3. Bréf til sveitarfélaga um hljóðvist í skólum
Bókun um afgreiðslu: Nefndin leggur til að sveitarfélagið fái matsmann til að meta hljóðvist og ljósáreyti í grunnskólanum á Þórshöfn með tillit til úrbóta. Það er nú þegar á dagskrá að bæta hljóðvist í matsal leikskólans og kaffistofu og vinnurými kennara í grunnskólanum.

Samþykkt samhljóða.

4. 2. fundur ungmennaráðs frá 17.01.2023
     04.1 Bókun frá 2. fundi ungmennaráðs.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin leggur áherslu á að fundið verði varanlegt rými fyrir félagsmiðstöðina.

Samþykkt samhljóða.

5. Drög að skóladagatali Grunnskólans á Þórshöfn

Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir framlagt skóladagatal fyrir veturinn 2024-2025 með þeim breytingum sem skólastjóri fór yfir.

Samþykkt samhljóða.

6. Drög að skóladagatali Leikskólans Barnabóls

Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir framlagt leikskólaskóladagatal fyrir veturinn 2024-2025.

Samþykkt samhljóða

7. Umsóknir um stöðu deildarstjóra stoðþjónustu – Kynning skólastjórnenda um nýtt fyrirkomulag deildarstjóra stoðþjónustu.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin fagnar því að deildastjóri stoðþjónustu muni sinna þjónustu á báðum skólastigum.

Samþykkt samhljóða.

8. Skýrsla skólastjóra Grunnskólans á Þórshöfn
Skýrsla skólastjóra GÞ 11.apríl 2024

Umsóknarfrestur um þau störf sem auglýst voru fyrir næsta vetur er liðinn og búið er að sækja um undanþágur fyrir þá sem ekki hafa leyfisbréf kennara. Þegar svör fást við þeim umsóknum verður umsækjendum svarað. Samtals voru það fimm umsóknir um kennslustörf, meðtaldir þeir starfsmenn sem eru nú þegar í starfi en þurfa að sækja um árlega.
Búið er að senda tilkynningu á Stjórnarráðið varðandi ráðningu einstaklings sem er á lokaári í kennaramenntun og mun sú manneskja vera í starfsnámi hjá okkur.
Eftir er að fara í gegnum umsóknir um tónlistarkennara en þar bárust þrjár umsóknir.
Ein umsókn barst um starf stuðningsfulltrúa og tvær umsóknir bárust um starf deildarstjóra stoðþjónustu og vinna skólastjórar leik- og grunnskóla saman að þeirri ráðningu.

Í vikunni fóru starfsmenn í teymi elsta stig í skólaheimsóknir í Hrafnagilsskóla og Þelamerkurskóla. Teymi yngsta stig fer í næstu viku og miðstigsteymi í maí. Er þetta hluti af þróunarverkefninu „Það vex sem að er hlúð“ sem hlaut styrk úr Sprotasjóði.

Við sóttum um í Endurmenntunarsjóð grunnskóla fyrir framhaldaverkefni af „Það vex sem að er hlúð“ og snýr það að því að efla starfsfólk með uppbyggjandi og valdeflandi handleiðslu frá markþjálfa.

Markmið eru:
 Að starfsfólk þjálfist í ígrundun og að geta greint styrkleika sína.
 Að efla sjálfsþekkingu og seiglu hjá starfsfólki.
 Að minnka líkur á kulnun hjá starfsfólki.
Vonumst við til að fá jákvætt svar við þeirri umsókn því mikilvægt er að huga að persónulegri líðan fagfólks því álag getur aukist mikið þar sem sífellt meiri kröfur eru gerðar á skólana.
Seinni sundlota vetrarins er í gangi og lýkur 19. apríl.

Framundan er skipulag maí mánaðar, það er námsmat, fjölgreindaleikar og skólaferðalög. 10.bekkur fer í útskriftarferð til Danmerkur og fara tveir foreldrar með hópnum.

Í tónlistarskólanum eru nemendur og kennarar að undirbúa vortónleika sem verða 1.maí.

9. Skýrsla skólastjóra Leikskólans Barnabóls
Mikið hefur verið um veikindi starfsmanna og álag á starfsfólki þeirra. Starfsmannamál fyrir haustið er í góðum farvegi og teikningar á leikskólalóð eru væntanlegar á næstu dögum.

10. Önnur mál

Velferðarmál:

11. Félagsstarf eldri borgara – Hildur Stefánsdóttir, starfsmaður félagsstarfs eldri borgara, fór yfir verkefni vetrarins.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin fagnar vel unnu starfi í þágu félagsstarfs eldri borgara. Stefnt verður á að boða Hildi og Margréti á fund nefndarinnar n.k. haust til að skipuleggja vetrarstarf.

Samþykkt samhljóða.

12. Aðgengi fatlaðra í Langanesbyggð – Slökkviliðsstjóri fer yfir málið.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin telur mikilvægt að farið verði í úrbætur, varðandi aðgengi fatlaðra í sveitarfélaginu, sem fyrst. Slökkviliðsstjóri fer yfir skýrslu með starfsmönnum þjónustumiðstöðvar sem geta byrjað á fljótlegustu viðgerðunum og gera áætlun um úrbætur á kostnaðarsamari og flóknari verkefnum.

Samþykkt samhljóða.

13. Önnur mál

Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.

Fundi slitið kl. 17:06

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?