17. fundur velferðar- og fræðslunefndar
17. fundur velferðar- og fræðslunefndar Langanesbyggðar haldinn í félagsheimilinu Þórsveri Þórshöfn þriðjudaginn 21. október 2020 kl. 14:00.
Mætt voru: Aneta Potrykus varaformaður, Þórarinn J. Þórisson, Karítas Ósk Agnarsdóttir, Jóhann Hafberg Jónasson og Jónas Egilsson sveitarstjóri sem einnig ritaði fundargerð. Sigríður Friðný Halldórsdóttir og varamaður hennar tilkynntu forföll.
Auk þess sátu fundinn eftirtaldir áheyrnarfulltrúar: Hilma Steinarsdóttir skólastjóri Grunnskólans á Þórshöfn, Halldóra Jóhanna Friðbergsdóttir skólastjóri leikskólans, Hjördís Matthilde Hendrikssen og Aðalbjörg St. Jóhannesdóttir.
Nöfn áheyrnarfulltrúa skólanna hafa breyst. Skrifstofan mun uppfæra nafnalistann.
Varaformaður setti fund og stjórnaði.
Fundargerð
1. Starfsþróunaráætlanir og innra mat
Skólastjórar fóru yfir vinnu við starfsþróunaráætlanir skólanna og innra mat sem er í vinnslu.
2. Fjárhagsáætlanir og starfsáætlanir skóla
Sveitarstjóri gerði grein fyrir hugmyndum um komu nefnda að fjárhagsáætlunargerð næsta árs og lagði til að nefndarmenn myndu skoða fyrirliggjandi rekstrargögn og koma með tillögur á næsta fundi nefndarinnar, eða beint til hans eða rekstrarstjóra.
3. Yfirlit rekstrar skólanna janúar – ágúst 2020
Rekstraryfirlit skólanna fyrir fyrstu átta mánuði ársins lögð fram. Skv. þeim er rekstur beggja skóla í góðu jafnvægi miðað við fjárhagsáætlun ársins.
Að þessum lið loknum véku áheyrnarfulltrúar skólanna af fundi.
4. Menningarstefna Langanesbyggðar
Drög að menningarstefnu sveitarfélagsins, dags. 19. október 2020, lögð fram.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin fagnar framkomnum drögum en frestar afgreiðslu til næsta fundar. Nefndin leggur til að drögin verði send út til umsagnar.
Samþykkt samhljóða.
5. Bryggjudagar – samstarfshugmyndir
Fram eru lagðar tillögu Bryggjudaganefndar um samstarf við sveitarfélagið og önnur félagasamtök á svæðinu um eflingu Bryggjudaga á Þórshöfn.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin fagnar framkomnum hugmyndum og hvetur sveitarfélagið og önnur samtök að efla og styrkja Bryggjudaga í framtíðinni.
Samþykkt samhljóða.
6. Önnur mál
Engin.
Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:20.