Fara í efni

19. fundur velferðar- og fræðslunefndar

09.09.2024 14:30

Fundur velferðar- og fræðslunefndar

19. Fundur velferðar- og fræðslunefndar Langanesbyggðar, haldinn á skrifstofu Langanesbyggðar að Langanesvegi 2, þriðjudaginn 9. September 2024 kl. 14:30.

Mætt voru: Sigríður Friðný Halldórsdóttir, Þórarinn J. Þórisson, Margrét Guðmundsdóttir, Gréta Bergrún Jóhannesdóttir, Hulda Kristín Baldursdóttir og Bjarnheiður Jónsdóttir skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.

Einnig sat undir lið 6 og 8 Þorri Friðriksson forstöðumaður Þjónustumiðstöðvar og Hulda Baldursdóttir og Sigurbjörn Veigar Friðgeirsson forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar undir lið 11.

Áheyrnarfulltrúar: Hilma Steinarsdóttir skólastjóri Grunnskólans á Þórshöfn, Halldóra Jóhanna Friðbergsdóttir skólastjóri leikskólans Barnabóls, Magdalena Zawodna fyrir kennara grunnskólans, Hjördís Matthilde Henriksen fulltrúi kennara Barnabóls og Sigríður Harpa Jóhannesdóttir fyrir hönd foreldra grunnskólans.

Formaður setti fund og stjórnaði. Hún spurði hvort athugasemd væri gerð við fundarboð og dagskrá. Svo var ekki.

Fundargerð

Fræðslumál

1. Útivistartími barna og unglinga – bréf frá Saman hópnum
Áminning SAMAN hópsins um útivistartíma barna í vetur.

Bókun um afgreiðslu: Velferðar- og fræðslunefnd minnir á að frá og með 1. september til 1. maí mega 12 ára börn og yngri vera úti til kl 20 á kvöldin en 13-16 ára ungmenni mega lengst vera úti til kl 22. Skrifstofustjóra falið að panta 50 segulspjöld og skólastjórnendum falið að minna á útivistatíma barna á sínum miðlum.

Samþykkt samhljóða.

2. Drög að Mannauðsstefnu Langanesbyggðar
Til kynningar.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin óskar eftir því að stefnan verði unnin áfram og í samráði við deildarstjóra.

Samþykkt samhljóða.

3. BSI á Íslandi – aðalskoðun leiktækja á lóð Grunnskólans á Þórshöfn, endurmat
Starfsmaður á vegum BSI aðalskoðun leiktækja á Íslandi kom aftur í sumar til að taka út grunnskólalóðina og skilaði meðfylgjandi skýrslu.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin biðlar til skólastjórnanda í samvinnu við þjónustumiðstöð að bregðast við þeim athugasemdum sem bárust vegna leiktækja á lóðinni. Teikningar að nýrri lóð eru langt á veg komnar og forgangsraðað verður eftir mikilvægi.

Samþykkt samhljóða.

4. BSI á Íslandi – aðalskoðun leiktækja á lóð leikskólans Barnabóls.
Starfsmaður á vegum BSI aðalskoðun leiktækja á Íslandi skoðaði einni leikskólalóðina og skilaði meðfylgjandi skýrslu.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin biðlar til skólastjórnanda í samvinnu við þjónustumiðstöð að bregðast við þeim athugasemdum sem bárust vegna leiktækja á lóðinni. Nefndin ítrekar að vinna við endurnýjun beggja skólalóða klárist sem fyrst.

Samþykkt samhljóða.

5. Minnisblað frá stýrihóp menntastefnu LNB frá fundi hópsins 5.9.2024
Stýrihópur nýrrar Menntastefnu Langanesbyggðar fundaði með Gunnari Gíslasyni sem fór yfir fyrstu drög að nýrri menntastefnu sveitarfélagsins.

Lagt fram til kynningar.

6. Fjárhagsáætlanagerð 2025, viðhald og aðstaða Grunnskólans á Þórshöfn
Skólastjóri lagði fram óskir í fjárhagsáætlanagerð og tillögur ræddar.

7. Skýrsla skólastjóra Grunnskólans
Skólastarfið fer ágætlega af stað en það eru þó nokkuð um veikindi hjá nemendum. Einnig hefur verið svolítið um afleysingar í kennslu vegna veikinda og leyfa hjá starfsfólki. Bókavika er nýafstaðin og við fengum skemmtilega heimsókn í síðustu viku á vegum List fyrir alla, fyrir yngsta- og miðstig, annað verkefni á vegum List fyrir alla verður fyrir unglingana í október. Þorgrímur Þráinsson kemur 19. september til okkar og verður með lestrarhvatningu fyrir miðstig.
7. bekkur dvaldi í Skólabúðum á Reykjum í síðustu viku og fór Líney kennari með þeim. Við viljum þakka foreldrum fyrir hjálpina en við höfum leitað til þeirra með að skutla og sækja á bíl sem skólinn leigir.
Starfsdagur verður 18. september en þá kemur til okkar Huld Aðalbjarnardóttir lífsþjálfi og verður með fræðsluerindi sem heitir Starfsánægja og valdefling fyrir starfsfólk.
Grunnskólamót á Laugum verður 27. september en þangað er 7.-10. bekk boðið á íþróttamót.
Vinna við fjárhagsáætlun 2024-25 er að hefjast.
Vinna við að teikna upp nýja skólalóð hófst í vor. Þá fengu nemendur og starfsfólk tækifæri til að koma sýnum hugmyndum og óskum á framfæri. Arnar Birgir Ólafsson landslagsarkitekt sér um hönnunina og eru komin drög frá honum sem starfsfólk er búið að fara yfir og búið er að senda punkta eftir þá skoðun á Arnar. Nemendur fá að skoða næstu drög og koma með ábendingar.

8. Fjárhagsáætlanagerð 2025, viðhald og aðstaða Barnabóls.
Leikskólastjóri lagði fram óskir í fjárhagsáætlanagerð og tillögur ræddar.

9. Skýrsla leikskólastjóra Barnabóls
Veturinn fer vel af stað. Margir starfsmenn eru í námi og tveir starfsmenn eru að útskrifast sem leikskólakennarar næsta vor.
Leikskólinn keypti holukubbasett fyrir afmælispening sem fenginn var frá kvennfélaginu Hvöt og Verkalýðsfélagi Þórshafnar.

10. Önnur mál
     10.01 Mennta- og Barnamálaráðuneytið býður á Menntaþing 30. september 2024
Lagt fram til kynningar
     10.02 Forvarnir og fræðsla um kynferðisofbeldi
Barnaheill býður á forvarnarnámskeið til að efla forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi gagnvart 5-11 ára börnum.

Lagt fram til kynningar

Velferðarmál:

11. Kynning á starfi Ungmennafélags Langnesinga 2024-2025
Sigurbjörn og Hulda fóru yfir starfsemi félagsins og hvað framundan er.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin lýsir ánægju sinni yfir fjölbreyttu úrvali íþróttagreina sem eru á stundaskrá félagins í vetur.

Samþykkt samhljóða.

12. Önnur mál
Heilsuvika verður í lok september. Nánari dagskrá verður auglýst síðar.

Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.

Fundi slitið kl. 15:57

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?