2. fundur velferðar- og fræðslunefndar
2. fundur fræðslu- og velferðarnefndar Langanesbyggðar haldinn að Fjarðarvegi 3 Þórshöfn þriðjudaginn 19. febrúar 2019. Fundur var settur kl. 15:00.
Mætt voru: Sara Stefánsdóttir, Jón Gunnþórsson, Oddný Kristjánsdóttir og Sólveig Sveinbjörnsdóttir. Auk þess sat Elías Pétursson fundinn og ritaði fundargerð.
Formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna og innti þá eftir hvort athugasemdir væru gerðar við fundarboð.
Fundargerð
1. Erindisbréf nefndarinnar.
Fram eru lögð drög að erindisbréfi nefndarinnar en afgreiðslu þess var frestað á síðasta fundi.
Bókun um afgreiðslu: Farið var yfir framlögð og breytt drög, þau borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
2. Leikskólinn – staða og helstu verkefni framunda.
Leikskólastjóri mætti á fundinn og fór yfir það helsta í starfi leikskólans undanfarið. Farið var yfir að bráðabirgðahúsnæði er nú notað í hópastarf og val, það hefur gengið vel og er til þæginda. Ljóst er að núverandi staða í húsnæðismálum er ögrandi verkefni en starfsfólk er samstíga um að láta hlutina ganga. Smávægilega breytingar hafa orðið á starfshlutföllum. Tekin hafa verið inn þrjú börn og eru nú 23 börn, flest í heilsdagsvistun. Unnið er að innleiðingu persónuverndarlöggjafar hvað varðar vinnslusamninga og annað, það verkefni er vel á veg komið. Leikskólinn tekur þátt í verkefninu heilsueflandi leikskóli og hefur það gengið vel. Ákveðið hefur verið að sumarlokun verði frá 8. júlí til og með 9. ágúst. Leikskólastjóri fór yfir að hún hefur nýlega óskað eftir tilboði í túlkaþjónustu með það fyrir augum að bæta verkferla og tryggja skilning foreldra og bæta samstarfs milli leikskóla og foreldra. Hafin er vinna við skoðun á möguleikum og öflun tilboða í húsgögn og innanstokksmuni í nýbyggingu.
3. Heimsmarkmið sameinuðu þjóðanna
Fram er lagt fundarboð frá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga ásamt öðrum gögnum sem byggðaráð vísaði til umfjöllunar í nefndinni á 1. fundi sínum þann 31.janúar sl.
Málið lagt fram til kynningar.
4. Önnur mál
a. Boðsbréf á ráðstefnu UMFÍ 2019
Fram er lagt erindi dags. 6. febrúar sl. er varðar fyrirhugaða ungmennarástefnu undir nafninu Ungt fólk og lýðræði.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin þakkar erindið og leggur til við sveitarstjórn að þeim sem vilja sækja ungmennaráðstefnuna verði gert það kleift með þeim hætti að sveitarfélagið greiði þátttökugjald. Einnig leggur nefndin til að erindinu verði komið á framfæri við UMFL og félagsmiðstöðina Svartholið.
b. Nefndin felur sveitarstjóra á boða stjórn Félags eldri borgara við Þistilfjörð til fundar við nefndina á næsta reglulega fund þann 26. mars kl. 15:00.
c. Jón kvaddi sér hljóðs og lagði til að sveitarfélagið léti kanna stöðu jarðtenginga húsa í sveitarfélaginu og áhrif jarðtenginga á endingu mannvirkja og heilsu fólks.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir tillöguna og beinir því til sveitarstjórnar að ráðist verði í verkefnið.
Samþykkt samhljóða
Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:09.