Fara í efni

20. fundur velferðar- og fræðslunefndar

24.03.2021 00:00

Fundur í velferðar- og fræðslunefnd

20. fundur velferðar- og fræðslunefndar Langanesbyggðar haldinn í Þórsveri, Þórshöfn miðvikudaginn 24. mars 2021 kl. 14:00.

Mætt voru: Þórarinn J. Þórisson formaður, Sara Stefánsdóttir, Gréta Bergrún Jóhannesdóttir, Jóhann Hafberg Jónasson, Sólveig Sveinbjörnsdóttir, Jónas Egilsson sveitarstjóri og Björn S. Lárusson skrifstofustjóri sem einnig ritaði fundargerð.

Einnig sátu undir lið 1 á fundinum eftirtaldir áheyrnarfulltrúar: Hilma Steinarsdóttir skólastjóri Grunnskólans á Þórshöfn og Halldóra Jóhanna Friðbergsdóttir skólastjóri Barnabóls. Aðalbjörg Marinósdóttir

Formaður setti fund og stjórnaði.

Fundargerð

Fræðslumál

1. Starfsmannahald Grunnskóla Þórshafnar

Hilma Steinarsdóttir skólastjóri Grunnskólans á Þórshöfn fór yfir starfsmannamál og væntanlegar breytingar á næsta skólaári. Auglýst hefur verið eftir starfsfólki eins og reglur og samningar gera ráð fyrir. Frestur til umsókna er til 8 apríl nk.

2. Starfsmannahald leikskólans Barnabóls

Halldóra Jóhanna Friðbergsdóttir skólastjóri leikskólans Barnabóls fór yfir starfsmannamál og væntanlegar breytingar á næsta skólaári. Auglýst hefur verið eftir starfsfólki eins og reglur og samningar gera ráð fyrir. Frestur til umsókna er til 8 apríl nk.

3. Ytra mat grunnskóla. Bréf frá Menntamálastofnun

Bréf frá Menntmálastofnun, dags. 10. mars 2021, um um ytra mat grunnskólans lagt fram.

Bókun; Hilma gerði grein fyrir því hvernig Grunnskólinn á Þórshöfn getur nýtt sér matið og var falið að sækja um til Menntamálastofnunar um 4. Þátt „Hvernig skólinn nýtir upplýsingatækni í kennslu“.

Samþykkt samhljóða.

4. Foreldrakönnun í Grunnskóla Þórshafnar og leikskólans Barnabóls.

Niðurstöður foreldrakannana grunnskóla og leikskóla 2021, dags. 3. og 9. mars 2021, lagðar fram.

5. Mögulegt samstarf við Vopnfirðingar um tónlistarkennslu – kynning á fundinum

Sveitarstjóri og skólastjóri grunnskólans gerðu grein fyrir samtali sem þau hafa átt við sveitarstjóra og skrifstofustjóra Vopnafjarðarhrepps um mögulegt samstarf um tónlistarkennslu í grunnskólum sveitarfélaganna.

Að þessum lið loknum, viku áheyrnarfulltrúar af fundi.

Velferðar- og menningarmál

6. Áhrif nýrrar jafnréttislöggjafar á sveitarfélög

Tilkynning frá Jafnréttisstofu um áhrif nýrrar jafnréttislög á sveitarfélög, dags. 2. mars 2021 lagt fram til kynningar.

Þessi mál þarf að taka til skoðunar við endurskoðun jafnréttisáætlun eftir næstu sveitarstjórnarkosningar.

Sveitarstóri gat þess að jafnlaunavottun sveitarfélagsins væri í undirbúningi.

7. Hugmyndir að samstarfi við UMFL

Lögð fram tillaga í þremur liðum um samstarf Langanesbyggðar og Ungmennafélags Langnesinga (UMFL). Samstarfshugmyndir ná til uppbyggingar íþrótta- og leikjasvæða á Bakkafirði, íþróttaaðstöðu á Þórshöfn og vegna ráðningar sameiginlegs íþrótta- og æskulýðsfulltrúa.

Bókun um afgreiðslu: Velferðar- og fræðslunefnd lýsir yfir stuðningi við framlagðar hugmyndir og vísar þeim til sveitarstjóra til nánari útfærslu og sveitarstjórnar til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða.

8. Skipun ungmennis í undirbúninghóp fyrir viðburð í haust á vegum „Ungt fólk og SSNE“

Bókun um afgreiðslu: Samþykkt að auglýsa eftir ungmennum í þetta verkefni.

Samþykkt samhljóða.

9. Kynning á hugmyndum um Röstina – beitingaskúra

Lagðar fram hugmyndir Rastarinnar að nýtingu Beitningarskúrsins að Eyrarvegi 1. Sótt var um til SSNE um verkefnið og fékkst 1 m.kr. styrkveiting. Sveitarfélagið leggur til sömu upphæð. Fjárveitingin er tekin af menningarmálum.

10. Reglur um starfsemi Fasteignasjóðs Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga

Reglur um starfsemi Faseignarsjóðs Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, dags. 12. mars 2021, lagðar fram. Hlutverk þessa sjóðs er fyrst og fremst að aðstoða sveitarfélög við að bæta aðgengi fatlaðs fólks að opinberum byggingum.

Bókun; Forstöðumanni áhaldahúss og slökkviliðsstjóra falið að skoða málið hjá sveitarfélaginu.

11. Úthlutunarreglur menningarsjóðs – 2. umræða

Tillaga að úthlutunarreglum menningarsjóðs Langanesbyggðar lagðar fram að nýju, en hún var kynnt á síðasta fundi nefndarinnar.

Bókun um afgreiðslu: Velferðar- og fræðslunefnd leggur til við sveitarstjórn að framlagðar úthlutunarreglur verði samþykktar og leggur til að úthlutunarnefnd verði skipuð á næsta fundi sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljlóða.

12. Önnur mál

Fundi slitið kl. 15:40

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?