Fara í efni

21. fundur í velferðar- og fræðslunefnd

05.05.2021 14:00

Fundur í velferðar- og fræðslunefnd

21. fundur velferðar- og fræðslunefndar Langanesbyggðar haldinn í Þórsveri, Þórshöfn miðvikudaginn 5. maí 2021 kl. 14:00.

Mætt voru: Þórarinn J. Þórisson formaður, Aneta Potrykus varaformaður, Karítas Ósk Agnarsdóttir, Jóhann Hafberg Jónasson og Jónas Egilsson sveitarstjóri sem einnig ritaði fundargerð.

Einnig sátu undir lið 1 til 4 á fundinum eftirtaldir áheyrnarfulltrúar: Hilma Steinarsdóttir skólastjóri Grunnskólans á Þórshöfn og Halldóra Jóhanna Friðbergsdóttir skólastjóri Barnabóls, Magdalena Silwia Zawodna fulltrúi kennara við grunnskólann og Aðalbjörg Marinósdóttir fulltrúi foreldrafélags Barnabóls.

Formaður setti fund og stjórnaði.

Fundargerð

Fræðslumál

1. Starfsmannamál leik- og grunnskólaHilma Steinarsdóttir fór yfir starfsmannabreytingar í grunnskólanum fyrir næsta skólaár.

Halldóra Jóhanna fór yfir starfsmannamál leikskólans.

2. Skóladagatal 2021-2022 fyrir leik- og grunnskóla

Skóladagatöl fyrir leikskóla og grunnskóla lögð fram.

Bókun um afgreiðslu: Velferðar- og fræðslunefnd staðfestir framlagðar tillögu að skóladagatali skólaárið 2021-2022 fyrir grunnskóla.

Samþykkt samhljóða.

Bókun um afgreiðslu: Velferðar- og fræðslunefnd staðfestir framlagðar tillögu að skóladagatali skólaárið 2021-2022 fyrir leikskóla.

Samþykkt samhljóða.

3. Tilkynning um styrk úr sprotasjóði til verkefnisins „Lærdómssamfélag í skólasamfélagi Langanesbyggðar“ – Kynning á verkefninu ásamt yfirliti yfir styrki

Lagt fram minnisblað um styrki úr sprotasjóði um verkefnið Lærdómssamfélag í skólasamfélagi Langaesbyggðar. Einnig lagt fram yfirlit um þau 42 verkefni sem hlutu úthlutun á næsta skólaári. Grunnskólinn á Þórshöfn fær kr. 1.500.000. Um er að ræða samstarfsverkefni leik- og grunnskóla á Þórshöfn. Verkefnið verður kynnt betur, þegar það er komið lengra af stað síðar á árinu. Hilma og Halldóra gerðu grein fyrir verkefnunum.

4. Úthlutun úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla 2021.

Lagt fram yfirlit um styrki úr endurmenntunarsjóði fyrir árið 2021. Grunnskólinn á Þórshöfn fær kr. 300.000,- úthlutað vegna tveggja verkefna. Hilma gerði grein fyrir verkefnunum.

Áheyrnarfulltrúar véku af fundi kl. 14:45.

Velferðar- og menningarmál

5. Samstarfsmál við UMFL

Lagt fram minnisblað um starfstarf Langanesbyggðar og UMFL. Samstarfið er í þremur liðum: I. Uppbygging íþrótta- og leikjasvæða, II. Uppbygging íþróttaaðstöðu á Þórshöfn og III. Samstarf vegna ráðningar íþrótta- og æskulýðsfulltrúa. UMFL hefur ráðið Sigurbjörn Veigar Friðbjörnsson sem þjálfara og starfsmann og verður gengið til samstarfs við hann vegna verkefna fyrir sveitarfélagið. Gert er ráð fyrir að Sigurbjörn starfi hjá báðum aðilum til helminga á hvorum stað að jafnaði.

6. Ársskýrsla HSÞ 2020

Skýrslan lögð fram til kynningar. HSÞ þing 2020 var haldið á Þórshöfn 20. mars sl. og tókst vel.

7. Stöðuskýrsla uppbyggingateymis félags og atvinnumála í kjölfar Covid 19

Stöðuskýrsla nr. 12 lögð fram. Málið er í skoðun hjá sveitarstjóra.

8. Könnun á stöðu „Öldungaráða sveitarfélaga“ samráðsvettvangs um málefni eldri borgara

Erindið lagt fram til kynningar. Erindinu hefur ekki verið svarað, en ekki er starfandi öldungaráð innan sveitarfélagsins.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjóra falið að athuga hvort þörf eða skylda sé á að skipa öldungaráð innan Langanesbyggðar.

Samþykkt samhljóða.

9. Erindi til menningar- og bóksafnsnefndar dags. 15. febr. 2016

Bréf vegna minnisvarða sem settir hafa verið upp lagt fram að nýju.

Bókun um afgreiðslu: Bréfriturum bent á að sækja um styrk í menningarsjóð Langanesbyggðar vegna skráningar minnismerkja í sveitarfélaginu. Einnig er sveitarstjóra falið að leggja mat á kostnað við gerð og uppsetningu skilta sem lagt er til í erindinu og skoða möguleika á styrkjum hjá Vinnumálastofnun til að ráða starfsfólk til þessarar vinnu.

Samþykkt samhljóða.

10. Samantekt frá félagsmálafulltrúa um fjárhagsaðstoð yfir landið

Yfirlitið lagt fram.

11. Önnur mál

11.1) Málefni fólks af erlendum uppruna í Langanesbyggð.

Fram komu hugmyndir að verkefnum nýs starfsmanns sveitarfélagsins m.a. vegna móttöku einstaklinga af erlendum uppruna til eflingar tengsla við samfélagið o.fl.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjóra falið að skoða málið og koma með tillögur fyrir næsta fund.

Samþykkt samhljóða.

Fundi slitið kl. 15:40.

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?