Fara í efni

22. fundur velferðar og fræðslunefndar

15.06.2021 14:00

Fundur í velferðar- og fræðslunefnd

22. fundur velferðar- og fræðslunefndar Langanesbyggðar haldinn í Þórsveri, Þórshöfn miðvikudaginn 16. júní 2021 kl. 14:00.

Mætt voru: Þórarinn J. Þórisson formaður, Aneta Potrykus varaformaður, Sólveig Sveinbjörnsdóttir, Jóhann Hafberg Jónasson, Jónas Egilsson sveitarstjóri og Björn S. Lárusson sem einnig ritaði fundargerð.

Einnig sátu undir lið 1 til 4 á fundinum eftirtaldir áheyrnarfulltrúar: Hilma Steinarsdóttir skólastjóri Grunnskólans á Þórshöfn og Halldóra Jóhanna Friðbergsdóttir skólastjóri Barnabóls, Aðalbjörg María Marinósdóttir fulltrúi foreldrafélags Barnabóls.

Gunnar Gíslason skólaráðgjafi var í fjarfundarsambandi undir lið 1.

Formaður setti fund og stjórnaði.

Fundargerð

Fræðslumál

1. Skilabréf Grunnskólans á Þórshöfn ásamt skýrslu um ytra mat skólans.

Lagt fram bréf frá Menntamálastofnun, dags. 4. júní 2021 með skýrslu „Ytra mati grunnskóla – Grunnskólinn á Þórshöfn.“ Gunnar Gíslason skólaráðgjafi Langanesbyggðar fór yfir efni skýrslunnar.

Bókun um afgreiðslu: Velferðar- og fræðslunefnd fagnar framkominni úttekt sem sýnir jákvæða þróun í starfi skólans á mörgum sviðum. Jafnframt er skólastjóra falið að skila samantekt um úrbætur skv. úttektinni, áður hún er send Menntamálastofnun.

Samþykkt samhljóða.

2. Bréf forsætisráðherra vegna aðgerðaráætlunarinnar

Bréf frá forsætisráðherra og Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 28. maí 2021 vegna þingsályktunar um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreiti lagt fram.

3. Bréf fræðslunefndar Landverndar

Bréf frá fræðslunefnd Landverndar um græn skref í ríkisrekstri, dags. 5. maí 2021 lagt fram. Báðir skólar Langanesbyggðar eru nú þegar starfandi undir formerkjum Græn fánans og sveitarfélagið er aðili að verkefninu Heilsueflandi samfélag og er með starfsmann sem er að sinna verkefninu.

4. Íslensku menntaverðlaunin

Ódags. tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um tilnefningar til íslensku menntaverðlaunanna, lagt fram.

5. Önnur mál:

Umræður um tónlistanám.

Bókun; Sveitarstjóra og skólastjórum falið að skoða lausnir varðandi tónlistanám fyrir næsta skólaár.

Samþykkt samhljóða.

Velferðarmál

6. Hjólabrettasvæði, erindi frá UMFL og börnum á Þórshöfn

Lagt fram bréf frá UMFL dags. 2. júní 2021 um aðstöðu fyrir hjólabretti á Þórshöfn. Einnig hafði sveitarfélaginu borist áskorun frá nokkrum börnum á Þórshöfn um sama mál.

Bókun um afgreiðslu: Erindinu vísað til sveitarstjóra til skoðunar fyrir næsta fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða.

7. Önnur mál

a) Frammistöðuskýrsla ungt fólk og Eyþing

Frammistöðuskýrsla verkefnisins „Ungt fólk og Eyþing“ dags. í febrúar 2020, lögð fram.

Afgreiðslu frestað til næsta fundar og samþykkt að fá nýráðinn íþrótta- og tómstundarfulltrúa til fundarins vegna málsins.

b) Um skipan öldungaráðs

Lagt fram minnisblað um starfsemi öldungaráðs, en Langanesbyggð á fulltrúa í öldungaráði Þingeyinga.

Fundi slitið kl. 15:45

 

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?