22. fundur velferðar - og fræðslunefndar
Fundur velferðar- og fræðslunefndar
22. Fundur velferðar- og fræðslunefndar Langanesbyggðar, haldinn á skrifstofu Langanesbyggðar að Langanesvegi 2, mánudaginn 20. janúar 2025 kl. 14:30.
Mætt voru: Þórarinn J. Þórisson, Margrét Guðmundsdóttir, Árni Bragi Njálsson, Jóhann Hafberg Jónasson, Björn S. Lárusson og Bjarnheiður Jónsdóttir skrifstofustjóri ritaði fundagerð.
Áheyrnarfulltrúar: Hilma Steinarsdóttir skólastjóri Grunnskólans á Þórshöfn, Halldóra Jóhanna Friðbergsdóttir skólastjóri leikskólans Barnabóls, Magdalena Zawodna fyrir kennara grunnskólans.
Þórarinn J. Þórisson stýrði fundi í forföllum formanns. Hann setti fund og spurði hvort athugasemd væri gerð við fundarboð og dagskrá, svo var ekki.
Starfandi formaður fór fram á að taka fyrir liði 4 og 5 fyrst á dagskrá.
Fundargerð
Fræðslumál
1. Bréf til skólastjóra um úthlutun úr námsgagnasjóði.
01.1 Úthlutun úr námsgagnasjóði
Tilkynning frá Sambandi sveitarfélaga um úthlutun úr Námsgagnasjóði 2024. Langanesbyggð er úthlutað samkvæmt þessu kr. 105.937.-
Bréf ásamt úthlutun lagt fram.
2. Bréf um framlag ríkisins vegna barna með fjölþættan vanda.
Bréf sem barst sveitarfélaginu seint á síðasta ári og frestur til umsóknar gefinn til 5. janúar s.l. Gera má ráð fyrir að Norðurþing, sem sér um félagsþjónustuna hafi sótt um þetta framlag. Ekki hafa fengist upplýsingar frá félagsmáladeild Norðurþings um málið.
Bréfið lagt fram til kynningar.
3. Stjórnsýsluúttekt, uppfærð útgáfa ásamt innleiðingaráætlun.
Strategía hefur uppfært úttekt sína eftir nokkrar athugasemdir og lagt fram innleiðingaráætlun (framkvæmdaáætlun) í samræmi við þær tillögur sem koma fram í áætluninni.
Endurskoðuð skýrsla lögð fram og óskað eftir athugasemdum frá nefndarmönnum. Ráðgert er að leggja athugasemdir fyrir starfshóp og sveitarstjórn ekki síðar en á fundi sveitarstjórnar 27. febrúar. Athugasemdum verði komið á framfæri við sveitarstjóra.
Lagt fram til skoðunar.
4. Skýrsla skólastjóra Leikskólans Barabóls.
Skólastjóri leikskólans gerði grein fyrir starfinu í skólanum. Nokkuð um veikindi í upphafi árs. Nýr starfsmaður byrjar í 50% stöðu um miðjan febrúar og eitt barn kemur í aðlögun.
5. Skýrsla skólastjóra Grunnskólans á Þórshöfn
Það fjölgaði um tvo nemendur hjá okkur í desember og er nemendafjöldi núna 57. Þorrablót skólans fer fram þriðjudaginn 28.janúar, þá koma fjölskyldur með sína þorra-bakka og nemendur sjá um skemmtiatriðin. Fimm starfsmenn fara til London á fræðslu- og tækninýjungasýninguna Bett sem fer fram dagana 22.-24.janúar. Föstudaginn 7. febrúar verða tónleikar hjá Tónlistarskóla Langanesbyggðar, í tónlistar-skólanum eru 18 nemendur. Varðandi skólalóð þá fer nákvæm teikning af fyrsta áfanga, þ.e. þeim áfanga sem unnið verður í í sumar að ljúka. Núna erum við að bíða eftir tilboðum í tæki og í framhaldinu verða þau pöntuð.
6. Önnur mál
Skólastjóri Grunnskólans upplýsti að hún væri tengiliður sveitarfélagsins varðandi íslensku æskulýðsrannsóknina á vegum Sambands sveitarfélaga.
Velferðarmál:
7. Tillaga að breytingum á reglum (8.gr.) um sérstakan húsnæðisstuðning.
04.1 Núverandi reglur um sérstakan húsnæðisstuðning frá 2017.
Lagðar eru til breytingar á 8. gr. reglna um sérstakan húsnæðisstuðning vegna 15-17 ára barna þar sem bætt er við „eftir atvikum annað húsnæði“ þar sem nemandi kýs ef til vill fremur að búa í öðru húsnæði en tilgreint er í reglunum en þar segir í núverandi reglum: „Veita skal sérstakan húsnæðisstuðning til foreldra eða forsjáraðila 15-17 ára barna sem leigja herbergi á heimavist eða námsgörðum“. Við bætist „eftir atvikum annað húsnæði. Rökin eru þau að ekki er alltaf laust húsnæði auk þess sem nemanda gefst kostur á að velja annað úrræði til búsetu.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir þær breytingar sem lagðar eru til í tillögunni.
Samþykkt samhljóða.
8. Umsóknir um leiguhúsnæði fyrir aldraða.
Borist hafa tvær umsóknir um íbúð sem er laus á Bakkavegi 1, íbúð nr. 1. Samkvæmt reglum um úthlutun íbúða til aldraðra þarf fagráð að fara yfir umsóknir og meta þær áður en nefndin tekur afstöðu til umsókna. Líklegt er að önnur íbúð verði laus innan skamms á Bakkavegi en sú íbúð þarfast gagngerra endurbóta.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin vísar umsóknum til fagráðs þar sem sæti eiga forstjóri Hjúkrunarheimilisins Naust, hjúkrunarfræðingur heimahjúkrunar og starfsmaður félagsþjónustu Norðurþings.
Samþykkt samhljóða
9. Fundaplan 2025
Fundaplan nefnda og ráða sveitarfélagsins lagt fram til kynningar.
10. Tilnefning varaformanns velferðar- og fræðslunefndar.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin tilnefnir Þórarinn J. Þórisson sem varaformann nefndarinnar.
Samþykkt samhljóða.
Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 15:10