23. fundur í velferðar- og fræðslunefnd
Fundur í velferðar- og fræðslunefnd
23. fundur velferðar- og fræðslunefndar Langanesbyggðar haldinn í Þórsveri, Þórshöfn miðvikudaginn 1. september 2021 kl. 14:00.
Mætt voru: Þórarinn J. Þórisson formaður, Aneta Potrykus varaformaður, Sara Stefánsdóttir, Sólveig Sveinbjörnsdóttir, Jóhann Hafberg Jónasson, Jónas Egilsson sveitarstjóri og Björn S. Lárusson skrifstofustjóri sem einnig ritaði fundargerð.
Einnig sátu undir lið 1 til 7 á fundinum eftirtaldir áheyrnarfulltrúar: Hilma Steinarsdóttir skólastjóri Grunnskólans á Þórshöfn og Halldóra Jóhanna Friðbergsdóttir skólastjóri Barnabóls, Magdalena Zawodna fulltrúi kennara Grunnskólans. Janneke Rós Möller fulltrúi annars starfsfólk Grunnskólans. Hjördís Henriksen fulltrúi kennara á Leikskólanum Barnaból.
Sigurbjörn Veigar Friðbjörnsson sat fundinn undir liðum 11 - 14.
Formaður setti fund og stjórnaði.
Fundargerð
Fræðslumál
1. Áætlun vegna vinnu við menntastefnu
Áætlun vegna vinnu við gerð nýrrar menntastefnu Langanesbyggðar lögð fram.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin fagnar framkomnum tillögum og hvetur bæði foreldrafélögin og starfsmenn skólanna að tilnefna sem fyrst fulltrúa í samráðshóp um menntastefnuna.
Samþykkt samhljóða.
2. Innritun í leik- og grunnskóla
Skólastjórar leik- og grunnskóla fóru yfir fjölda innritaðra barna í skólanna.
Alls eru 64 nemendur skráðir í grunnskólann. Í leikskólann eru skráð 20 börn.
3. Starfsmannahald, nýráðningar o.fl.
Skólastjórar leik- og grunnskóla fóru yfir breytingar á starfsmannahópi skólanna.
2 nýráðningar í grunnskólanum samtals rúmlega 15 stöðugildi. Ein umsókn um stöðu tónlistakennara. Skólastjóri fer fram á að staðan verði auglýst aftur. Í leikskólanum eru 5 stöðugildi og staðan óbreytt frá fyrra ári.
Bókun um afgreiðslu; Tillaga skólastjóra samþykkt.
4. Skólaakstur, staða
Skólastjóri grunnskóla fór yfir fjölda barna sem njóta skólaaksturs í vetur.
Í Grunnskólanum nýta 26 börn nýta skólaakstur.
5. Fjárhagsáætlunvinna 2022
Fjárhagsáætlunarvinna vegna 2022 er að hefjast. Nefndin og nefndarmenn hafa möguleika á að koma með tillögur til sveitarstjórnar um verkefni næsta árs.
6. Umsókn um skólavist utan lögheimils
Lögð er fram umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags vegna Ísaks Orra Axelssonar (f. 2012).
Bókun um afgreiðslu: Nefndin mælir ekki með að greidd verði námsvistargjöld fyrir umsækjanda, enda uppfylli hann eða foreldrar hans ekki skilyrði 4. gr. samþykktar sveitarfélagsins sem gerð eru fyrir greiðslum af þessu tagi.
Samþykkt samhljóða.
7. Önnur fræðslumál
Formaður leggur til að fundartími verði þriðja þriðjudag í mánuði kl. 14:00
Samþykkt samhljóða.
Velferðarmál
8. Fundargerð 2. fundar úthlutunarnefndar menningarsjóðs
Fundargerðin lögð fram.
9. Samningur við Sölva um veitingu menningarstyrks
Samningurinn lagður fram.
10. Staðan á Veri vegna viðhalds og endurbóta
Sveitarstjóri gerði grein fyrir þeim möguleikum sem sveitarfélagið stendur frammi fyrir vegna skemmda á burðarvirki þaks yfir sundlauginni á Þórshöfn.
11. Starfsemi félagsmiðstöðvar
Lögð fram samantekt frá Sigurbirni V. Friðbjörnssyni um starf félagsmiðstöðvar í sveitarfélaginu. Sigurbjörn fór yfir efni samantektarinnar og svaraði spurningum.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin mælir með að starfsemi félagsmiðstöðvar í sveitarfélaginu verði endurskoðuð með hliðsjón af framlagðri samantekt. Einnig er lagt til að sveitarstjóri skili inn tillögum fyrir næsta fund nefndarinnar.
Samþykkt samhljóða.
12. Hjólabrettasvæði, erindi frá UMFL og börnum á Þórshöfn, dags. 2. júní 2021
Lagt fram erindi UMFL vegna hjólabrettaiðkunar í Langanesbyggð, dags. 2. júní 2021.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin mælir með því að lágmarks aðstöðu a.m.k. til hjólabrettaæfinga verði komið fyrir á Þórshöfn. Áhugi á hjólabrettaæfingum er mikill í byggðarlaginu og fá nemendur við grunnskólann m.a. fræðslu um notkun þeirra. Nefndin mælir með því að gert verði ráð fyrir kostnaði við þessa aðstöðu í fjárhagsáætlun næsta árs.
Samþykkt samhljóða.
13. Erindi varðandi Vatnsberann
Erindi frá Kristínu Jóhannsdóttur vegna Valda vatnsbera í garði sveitarfélagsins á Þórshöfn.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin mælir með því að myndverkið til minningar um síðasta vatnsbera í landinu verði gerð betri skil, það merkt með spjaldi höfundar verksins ásamt upplýsingaskilti um ævi Valda Vatnsbera.
Samþykkt samhljóða
14. Móttaka einstaklinga af erlendum uppruna
Lagt fram minnisblað skrifstofustjóra um niðurstöður fundar nefndarinnar.
Bókun um afgreiðslu: Starfshóp falið að vinna verkið áfram.
Samþykkt samhljóða.
15. Hugmyndir um sögu Færeyinga á Bakkafirði frá Grétu Bergrúnu Jóhannesdóttur
Hugmynd Grétu Bergrúnar lögð fram.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin mælir með því að verkefnisstjórn Betri Bakkafjarðar taki málið til skoðunar m.a. með hliðsjón af möguleikum um fjármögnun.
Samþykkt samhljóða.
16. Önnur mál.
a) Sara Stefánsdóttir óskar eftir að láta af störfum sem fulltrúi í nefndinni og mun senda formlegt erindi um það til sveitarstjórnar. Söru færðar þakkir fyrir störf í nefndinni.
b) Sigurbjörn kynnti íþróttaviku Evrópu í Langanesbyggð í tengslum við heilsueflandi samfélag.
c) Kvörtun hefur borist kvötrun um aðgengi að útsýnispalli við Karlinn.
Fundi slitið kl. 15:40