Fara í efni

23. fundur velferðar- og fræðslunefndar

17.02.2025 14:30

Fundur velferðar- og fræðslunefndar

23. Fundur velferðar- og fræðslunefndar Langanesbyggðar, haldinn á skrifstofu Langanesbyggðar að Langanesvegi 2, mánudaginn 17. febrúar 2025 kl. 14:30.
Mætt voru: Sigríður Friðný Halldórsdóttir, Þórarinn J. Þórisson, Jóhann Hafberg Jónasson, Björn S. Lárusson og Bjarnheiður Jónsdóttir skrifstofustjóri ritaði fundagerð.

Áheyrnarfulltrúar: Hilma Steinarsdóttir skólastjóri Grunnskólans á Þórshöfn, Halldóra Jóhanna Friðbergsdóttir skólastjóri leikskólans Barnabóls, Magdalena Zawodna fyrir kennara grunnskólans, Jóhanna Ósk Guðmundsdóttir fyrir foreldrafélag leikskólans, Almar Marinósson fyrir foreldrafélag grunnskólans.

Sigurbjörn Veigar kom inn á fund undir 6 og 7. lið.

Formaður setti fund og spurði hvort athugasemdir væru gerðar við fundarboð - svo var ekki og fundur því settur.

Fundargerð

Fræðslumál

1. Dreifibréf um framkvæmd sundkennslu á unglingastigi í grunnskólum landsins.
Breytingar voru gerðar á greinasviðum aðalnámskrár grunnskóla sbr. tilkynningu í Stjórnartíðindum 17. október 2024. Í uppfærðum kafla 23 um skólaíþróttir eru hæfniviðmið í skólasundi aðskilin þáttur frá námssviðinu skólaíþróttir. Með þessu er skýrari áhersla sett fram fyrir skólasund sem mikilvægt skyldunám sem ekki er hægt að uppfylla með öðrum skólaíþróttum.

Lagt fram til kynningar.

2. Ósk um tvöfalda skólavist.
Ósk um tvöfalda leiksskólavist þar sem annað sveitarfélag en Langanesbyggð er skráð lögheimilis sveitarfélag.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin tekur vel í erindið en samkvæmt Leikskólastjóra ætti tvöföld leikskólavist barnsins að ganga upp með góðri samvinnu milli leikskólanna og foreldra. Nefndin felur sveitarstjóra að hefja viðræður við lögheimils sveitarfélag barnsins um greiðslur til Langanesbyggðar út frá viðmiðunargjaldskrá Sambands Íslenskra sveitarfélaga.

Samþykkt samhljóða.

3. Búseturéttur nemenda í iðnnámi á heimavist á meðan á starfsnámi stendur.
Formaður velferðar og fræðslunefndar ræddi við skólameistara Verkmenntaskólans á Akureyri um það að nemendur sem stunda starfsnám hafi ekki aðgang að heimavistinni. Málið verður tekið fyrir á fundi stjórnar heimavistarinnar á Akureyri.

Lagt fram til kynningar.

4. Skýrsla skólastjóra Grunnskólans á Þórshöfn.
Samskipti og samvinna með skóla- og félagsþjónustu gengur vel og fær Anna Björg hrós frá okkur vegna vinnu við innleiðingu „Farsældarlaganna“ á svæði skólaþjónustu Norðurþings. Steinunn Guðnadóttir er orðinn tengiliður farsældar fyrir Grunnskólann á Þórshöfn.
Þorleifur Kr. Níelsson verkefnastjóri farsældar á Norðurlandi eystra, starfsmaður SSNE kom og fundaði með skólastjórum og deildarstjóra stoðþjónustu.
Lóðafundur á morgun, skólastjórar, deildarstjóri og forstöðumaður áhaldahúss þar sem vinna við að velja leiktæki fer fram.
10. bekkur fer í útskriftarferð til Portúgals í byrjun maí.
Sundlota byrjar í næstu viku og stendur í fjórar vikur, 10 tímar á hvern hóp.
Elsta stig byrjar í næstu viku á verkefninu, Tungubrestur og listsköpun, en það verður Ævar Þór Benediktsson sem heldur utan um þá vinnu.
Stjórn nemendafélagsins stóð fyrir Valentínusarkaffi fyrir íbúa og balli fyrir nemendur og tókst frábærlega til, þau eiga mikið hrós skilið.

5. Skýrsla skólastjóra Leikskólans Barnabóls.
Fyrirkomulag skólaþjónustunnar hefur gengið vel, það eru samt alveg atriði sem má útfæra betur í samvinnu við félags og skólaþjónustuna. Samstarf milli skólastiga hefur gengið mjög vel í vetur og hittumst við stjórnendur 1x í viku á teymisfundum. Allir starfsmenn leik- og grunnskóla voru saman á námskeiði í haust. Samfella milli skólastiga gengur eftir starfsáætlun. Leikskólinn hefur einnig verið að taka á móti hópum í val áföngum í G.Þ. Vorum að ráða inn nýjan starfsmann til okkar. Jódís Ósk byrjaði núna í febrúar í 60% hlutfalli. Byrjað er að skipuleggja næsta skólaár, starfsáætlun og skóladagatal í vinnslu. Vinna við undirbúning framkvæmda á leikskólalóðinni er í fullum gangi þessa daganna. Starfsmannasamtöl eru núna í febrúar hjá okkur og einnig eru í gangi foreldrakannanir( febrúar)og starfsmannakannanir(mars) á vegum Skólapúlsins. Við erum að taka inn 1.árs börn núna í febrúar, mars og apríl.

6. Ályktun á haustfundi Félags íþrótta-, æskulýðs og tómstundafulltrúa á Íslandi.
Sigurbjörn Veigar sat undir þessum lið og málin rædd.
FÍET skorar á stjórnvöld, sveitarfélög, íþróttasérsambönd, íþróttafélög og skipuleggjendur íþróttaviðburða að standa vörð um gildi íþróttahreyfingarinnar og tryggja að ekki verði selt áfengi á íþróttaviðburðum.

Lagt fram til kynningar.

7. Málefni félagsmiðstöðvar – Staða mála.
Sigurbjörn Veigar sat undir þessum lið og málin rædd.

Bókun um afgreiðslu: Skólastjóri og bókasafnsvörður hafa nú þegar hafið undirbúning við flutning barnabóka yfir í skólann. Velferðar- og fræðslunefnd biðlar til sveitarstjórnar að finna fullorðins bókum bókasafnsins nýjan stað svo ungmenni geti aftur endurheimt félagsmiðstöðina sína.

Samþykkt samhljóða.

8. Önnur mál.

Velferðarmál:

9. Málefni félagsþjónustu í Langanesbyggð.
Málinu frestað til næsta fundar.

10. Önnur mál.

Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.

Fundi slitið kl. 15:50

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?