Fara í efni

24. fundur velferðar- og fræðslunefndar

10.03.2025 14:30

Fundur velferðar- og fræðslunefndar

24. Fundur velferðar- og fræðslunefndar Langanesbyggðar, haldinn á skrifstofu Langanesbyggðar að Langanesvegi 2, mánudaginn 10. mars 2025 kl. 14:30.
Mætt voru: Sigríður Friðný Halldórsdóttir, Þórarinn J. Þórisson, Hulda Kristín Baldursdóttir, Margrét Guðmundsdóttir, Björn S. Lárusson og Bjarnheiður Jónsdóttir skrifstofustjóri ritaði fundagerð.

Áheyrnarfulltrúar: Hilma Steinarsdóttir skólastjóri Grunnskólans á Þórshöfn, Hjördís Matthilde Henriksen fyrir kennara leikskólans, Magdalena Zawodna fyrir kennara grunnskólans, Almar Marinósson fyrir foreldrafélag grunnskólans.

Formaður setti fund og spurði hvort athugasemdir væru gerðar við fundarboð.

Fundargerð


Fræðslumál
1. Skýrsla skólastjóra Grunnskólans á Þórshöfn.
     01.0 Skólapúlsinn, foreldrakönnun grunnskóla 2025
     01.1 – 01.4 Yfirlitsmyndir af skólalóðum.
Varðandi starfsmannahald næsta vetur þá eru auglýstar tvær og hálf staða og sundkennsla sem hefur verið kennd í lotum af stundakennurum. Einn kennari fer í fæðingarorlof í vor og er eitt og hálft stöðugildi mannað leiðbeinendum og eru þetta þá stöðurnar sem eru auglýstar. Fyrri auglýsing rennur út í dag, 10.mars og fer seinni auglýsing í loftið eftir tvær vikur.
Nú þegar eru komnar sjö umsóknir og er stefnt að því að svara umsækjendum fyrir 11. apríl eða þegar seinni auglýsing rennur út. Foreldrakönnun skólapúls fór fram í febrúar og eru komnar niðurstöður sem við munum rýna í og bera saman við fyrri ár, reynum að halda áfram því góða sem við erum að gera og bæta það sem þarf að bæta. Niðurstöður eru komnar inn á heimasíðu skólans, undir flipanum „Hagnýtt“. Starfsmannakönnun skólapúls er í gangi núna, í mars.
Hjá okkur er kennaranemi frá HÍ, Róberta Sól Bragadóttir í vettvangsnámi og er Hanna Margrét Úlfsdóttir leiðsagnarkennarinn hennar. Róberta Sól verður hjá okkur til 21.mars.
Skákmót er í gangi hjá okkur fyrir nemendur í 4.-7.bekk og eru átta nemendur skráðir til leiks. Skák er á stundaskrá einu sinni í viku hjá þessum bekkjum. Fjórir efstu eftir skólaskákmótið munu mynda skólasveit og taka þátt í Íslandsmóti barnaskólasveita í skák sem fer fram í Rimaskóla 29.mars.


Bókun: Nefndin lýsir yfir ánægju sinni með niðurstöður skólapúlsins þar sem grunnskólinn kemur vel út miðað við landsmeðaltal.

Samþykkt samhljóða.

2. Skýrsla skólastjóra leikskólans Barnabóls.
Leikskólastarfið gengur vel, við erum mjög ánægð að búið sé að klára kjarasamninga við kennara. Það verða 23 börn hjá okkur í apríl, það fara 3 börn upp í grunnskóla eftir sumar-frí og við eigum von á allavega 3 börnum inn í haust en þau gætu orðið 5. Barngildin verða aðeins fleiri en í ár, því aldurskiptingin er önnur. Ég geri ráð fyrir að auk um 30 % stöðugildi næsta skólaár og það ætti að duga eins og umsóknir standa í dag. Ég mun auglýsa eftir leikskólakennurum og fer auglýsing frá mér í vikunni. Starfsmannasamtölum er lokið hjá okkur og þau gengu mjög vel, foreldrasamtöl verða núna næstu daga.

3. Samkomulag Langanesbyggðar og Fjarðabyggðar um tvöfalda skólavist.
Samkomulag milli Langanesbyggðar og Fjarðarbyggðar um tvöfalda skólavist í leikskólum sveitarfélaganna hefur verið samþykkt af báðum sveitarfélögunum.

Lagt fram til kynningar.

4. Samkomulag ríkis og sveitarfélaga um ábyrgðarskiptingu – Trúnaðarmál til kynningar.
Til kynningar eru drög að samkomulagi á milli ríkis og sveitarfélaga er varðar aðstoð við fjölfötluð börn og uppbyggingu hjúkrunarheimila.
Lagt fram til kynningar.

5. Önnur mál
Þann 10. apríl er stefnt að fyrirlestri um geðrækt og bjargráð við áföllum sem Díana Ósk Óskarsdóttir mun leiða.

Velferðarmál:
6. Frumkvæðisathugun á stoð og stuðningsþjónustu 
Lagt fram til kynningar.

7. Málefni félagsþjónustu í Langanesbyggð – framtíðarskipan.
     07.1 Tillaga að umsóknareyðublaði um félagslega þjónustu.
     07.2 Tillaga að umsóknareyðublaði um heimsendan mat.
     07.3 Fyrirkomulag og gjaldskrá fyrir heimsendan mat.

Bókun um afgreiðslu: Formanni og sveitarstjóra falið að óskar eftir fundi með forsvarsmönnum félagsþjónustunnar á Húsavík og fara yfir framkvæmd samnings um félagsþjónustu.

Samþykkt samhljóða.

Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.

Fundi slitið kl. 15:54

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?