3. fundur velferðar- og fræðslunefndar
3. fundur fræðslu- og velferðarnefndar Langanesbyggðar haldinn að Fjarðarvegi 3 Þórshöfn þriðjudaginn 19. mars 2019. Fundur var settur kl. 15:00.
Mætt voru: Sara Stefánsdóttir, Jón Gunnþórsson, Sólrún Arney Siggeirsdóttir og Jóhann Hafberg Jónasson. Auk þess sat Jónas Egilsson fundinn og ritaði fundargerð.
Formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna og innti þá eftir hvort athugasemdir væru gerðar við fundarboð.
Fundargerð
1. Málefni eldri borgara
Margrét Jónsdóttir formaður og Björgvin Þóroddsson frá Félagi eldri borgara mættu á fundinn. Lagt fram erindi frá félagi eldri borgara dags. 28. febrúar 2018.
Fram kom að áhugi væri hjá félaginu að fá húsnæði leikskólans við Hálsveg til umráða þegar það húsnæði losnar. Einnig voru ræddir aðrir samstarfsmöguleikar. Fundargerð velferðarnefndar 18. nóvember 2015 lögð fram með áhersluatriðum félags eldri borgara.
Merkja þarf stæði fyrir fatlaða við Ver og fleiri opinberar byggingar í Langanesbyggð. Aðgengi fyrir hreyfihamlaðra og fatlaðra er líka ábótavant hjá sveitarfélaginu að húsnæði og þjónustu.
Formaður þakkaði Margréti og Björgvini fyrir komuna á fundinn.
2. Grunnskólinn – skólastefna
Útdráttur úr Skólastefnu Grunnskólans á Þórshöfn, 2014 – 2018 lagður fram. Samþykkt að leggja til að hafin verði vinna við endurskoðun stefnu grunnskólans.
3. Sameining grunn- og leikskóla á Þórshöfn
Lögð fram til kynningar skýrsla Gunnars Gíslasonar ráðgjafa um skipulag rekstrar grunn- og leikskóla á Þórshöfn, dags. 31. júlí 2018.
4. Íþróttamiðstöðin – staða og horfur
Vinnufundi sveitarstjórnar um Ver sem átti að vera 17. mars sl., var frestað. Rætt um aðbúnað, sundlaugar, hitastig laugar, framboð íþróttadrykkja o.fl.
Lagt til að opnunartími sundlaugar verði lengdur um helgar á veturna fyrir fjölskyldufólk.
Einnig lagt til að skipaður verði sérstakur vinnuhópur um framboð þjónustu í Veri. Þessi vinna verði skipulögð í samræmi við fyrirhugaðar endurbætur og framkvæmdir í húsinu.
5. Önnur mál
a) Innsent erindi Húlladúllu, dags. 16. mars 2019
Lagt til að erindið verði sent UMFL í samvinnu við sveitarfélagið.
b) Nám til sjálfstyrkingar
Lagt til að skólastjóri grunnskólans verði fenginn á næsta fund nefndarinnar til að ræða möguleika á að setja sem námsefni í grunnskólans efni til sjálfsstyrkingar nemenda í efri bekkjum grunnskólans.
c) Rannsókn á skólasókn – skólaleyfi og skólaforðun
Lagt fram.
d) Skýrsla um lífskjör og fátækt barna á Íslandi
Lagt fram.
Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:21.