4. fundar velferðar- og fræðslunefndar
Fundur í velferðar- og fræðslunefnd
4. fundur velferðar- og fræðslunefndar Langanesbyggðar, haldinn á skrifstofu Langanesbyggðar að Langanesvegi 2, fimmtudaginn 9. febrúar 2023 kl. 15:00.
Mætt voru: Sigríður Friðný Halldórsdóttir formaður, Karítas Agnarsdóttir, Jóhann Hafberg Jónasson, Hulda Baldursdóttir, Þórarinn J. Þórisson, Björn S. Lárusson sveitarstjóri og Bjarnheiður Jónsdóttir skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.
Einnig sátu undir lið 1 – 3 um fræðslumál eftirtaldir áheyrnarfulltrúar: Skólastjóri Grunnskólans Hilma Steinarsdóttir og Lára Björk Sigurðardóttir fyrir kennara grunnskólans, Halldóra Jóhanna Friðbergsdóttir skólastjóri leikskólans Barnaból og Hjördís Matthilde Henriksen fyrir kennara Barnabóls. Gunnar Gíslason skólaráðgjafi í fjarfundi.
Formaður setti fund og stjórnaði. Hún spurði hvort athugasemd væri gerð við fundarboð og dagskrá.
Fundargerð
Fræðslumál
1. Gunnar Gíslason skólaráðgjafi verður í fjarfundarsambandi
Kynning á vinnu nýrrar menntastefnu Langanesbyggðar.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin leggur til að fulltrúar sveitarstjórnar í þessum stýrihóp verði, með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar; Þórarinn J. Þórisson og Sigríður Friðný Halldórsdóttir.
Samþykkt samhljóða.
2. Skólastjórar gera grein fyrir starfinu í grunnskólanum, tónlistarskólanum og leikskólanum
Skólastjórar gera grein fyrir starfi skólanna og hvað framundan er.
3. GETA – úttekt á ytra mati
Bréf frá GETA um ytra mat á skólastarfi. Matið er notað til að leggja áherslu á stöðu og árangur í skólastarfi. Umsóknarfrestur var 27. janúar.
Lagt fram til kynningar.
4. Önnur mál
a) Fyrirlestur á vegum Betri svefns. Erindi frá skólastjóra grunnskólans.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin tekur jákvætt í erindið og leggur til að skólastjóri hafi samband við námskeiðshaldara og kanna hverskonar námskeið þau leggi til að henti sveitarfélaginu. Skólastjóri grunnskólans verður samskiptum við íþrótta og tómstundafulltrúa og sveitarstjóra varðandi málið, sem vísa því í viðeigandi farveg.
Samþykkt samhljóða.
Velferðarmál
5. Minnisblað um breytt skipan barnaverndar – staðan á undirbúningi 18.11.2022
Bréf Sambands Ísl. sveitarfélaga um breytingar á skipan barnaverndar og umdæmisráð barna, staðan á undirbúningi. Langanesbyggð er í samstarfi við Norðurþing sem hefur sótt um undanþágu frá ákvæðum um lágmarksíbúafjölda sem er 6000. Bréfið er ítrekun til sveitarfélaga að sækja um undanþágu. Send hefur verið fyrirspurn til Norðurþings um undanþáguna og hvort hún er örugglega ekki komin á.
Lagt fram til kynningar
6. Bréf vegna barnaverndarþjónustu og umdæmisráða 13.12.2022
Leiðbeiningar til sveitarstjórna vegna barnaverndarþjónustu og umdæmisráða. Meðferð þessa málaflokks er í höndum Norðurþings og sveitarstjóri tengiliður félagsmálasviðs.
Spurning hvort koma þurfi fram í erindisbréfi velferðar- og fræðslunefndar að nefndin fari með yfirstjórn barnaverndarþjónustu eða hvort málaflokkurinn sé alfarið í höndum Norðurþings.
Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjóra og formanni velferðar- og fræðslunefndar falið að ræða við félagsmálastjóra Norðurþings um framkvæmd á breytingu barnaverndarlaga nr. 80/2002
Samþykkt samhljóða.
7. Bréf frá Sambandi sveitarfélaga um breytingar á barnaverndarþjónustu 05.12.2022
Bréf frá Sambandi ís. Sveitarfélaga frá 5. des. vegna minnisblaðs frá lögfræði og velferðarsviði sambandsins dags. 18. nóvember um breytingar á barnaverndarþjónustu sveitarfélaganna.
Lagt fram til kynningar.
8. Samningur um félagsþjónustu undirritaður
Lokaútgáfa samnings sveitarfélaga í Þingeyjasýslu um „sameiginlegt þjónustusvæði um almenna og sértæka félagsþjónustu“. Samningurinn var lagður fram á 3 fundi en var ekki afgreiddur þar sem þá lá ekki fyrir uppgjör eða upplýsingar um aukagreiðslur vegna málefna fatlaðra.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir samninginn fyrir sitt leiti með eftirfarandi athugasemdum:
Nefndin gerir athugasemd við grein 7.1.12 og fer fram á að upplýsingar um að tekjur og gjöld liggi fyrir í ársuppgjöri. Nefndin gerir einnig athugasemd við grein 7.1.13 um að hugsanlegur afgangur af tekjum einstakra þjónustugreina sem renni til Norðurþings án þess að sé gert grein fyrir ráðstöfun þess afgangs.
Einnig er gerð athugasemd við grein 13.1.1 þar sem uppsagnarfrestur getur verið allt að 23 mánuðum miðað við núverandi orðalag. Nefndin leggur til að uppsagnarfrestur verði ekki miðaður við næstu áramót heldur næstu mánaðarmót.
Einnig er ítrekað að Svalbarðshreppur sé tekinn úr samningnum þar sem sveitarfélögin hafa verið sameinuð.
Samþykkt samhljóða.
9. Viðauki við samning um sameiginlegt þjónustusvæði um almenna og sértæka félagsþjónustu
Viðauki við samning í 8. lið samkvæmt lögum 86/2021 um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Þar er nánar kveðið á um hlutverk og ábyrgð Norðurþings samkvæmt lögunum og um hlutverk málstjóra.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir viðaukann og vísar honum til sveitarstjórnar til endanlegs samþykkis. Sveitarstjóra og formanni velferðar- og fræðslunefndar falið að ræða við félagsmálastjóra Norðurþings um framkvæmd á breytingu barnaverndarlaga nr. 80/2002
Samþykkt samhljóða.
10. Reglugerð um tengilið málstjóra.
Reglugerð um hlutverk og tengiliði málstjóra samþættingar þjónustu í þágu farsældar barna nr.1180/2022
Reglugerðin lögð fram til kynningar
11. Verðskrá íþróttamiðstöðvarinnar
Lögð fram drög að gjaldskrá fyrir íþróttahúsið VER
Bókun um afgreiðslu: Rætt um aldurstakmark, uppsetningu gjaldskrár og verð. Nefndin óskar eftir því að skilmálar notkunar á Íþróttahúsi verði teknir saman og lagðir fyrir nefnd á næsta fundi.
Samþykkt samhljóða.
Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 17:40