Fara í efni

5. fundur velferðar og fræðslunefndar

09.03.2023 15:00

Fundur í velferðar- og fræðslunefnd

5. fundur velferðar- og fræðslunefndar Langanesbyggðar, haldinn á skrifstofu Langanesbyggðar að Langanesvegi 2, fimmtudaginn 9. mars 2023 kl. 15:00.

Mætt voru: Sigríður Friðný Halldórsdóttir formaður, Karítas Agnarsdóttir, Jóhann Hafberg Jónasson, Þórarinn J. Þórisson, Margrét Guðmundsdóttir og Björn S. Lárusson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

Einnig sátu undir lið 1 – 5 um fræðslumál eftirtaldir áheyrnarfulltrúar: Aðstoðarskólastjóri Árni Davíð Haraldsson og Lára Björk Sigurðardóttir fyrir kennara grunnskólans, Hjördís Matthilde Henriksen fyrir hönd kennara í leikskólanum og Sara Stefánsdóttir fyrir foreldra í leikskólanum. Í fjarfundarsambandi voru Jón Höskuldsson fræðslustjóri og Ingibjörg Sigurjónsdóttir yfirsálfræðingur.

Formaður setti fund og stjórnaði. Hún spurði hvort athugasemd væri gerð við fundarboð og dagskrá.

Fundargerð

Fræðslumál

1. Jón Höskuldsson fræðslustjóri og Ingibjörg Sigurjónsdóttir yfirsálfræðingur verða í fjarfundarsambandi
Farið yfir verksvið fræðslustjóra og yfirsálfræðings við skóla í Langanesbyggð.

2. Ráðstöfun fjármuna grunnskóla. Bréf barna- og menntamálaráðuneytisins 28.02.2023
Bréf mennta- og barnamálaráðuneytisins um áframhaldandi vinnu við ráðstöfun fjármagns til grunnskóla.

Lagt fram til kynningar.

3. Fyrirlestur um Betri svefn
Langanesbyggð bíður upp á fyrirlestra á vegum Betri Svefns hjá Dr. Erlu Björnsdóttur.

Tveir fyrirlestrar verða haldnir mánudaginnn 20. mars. Fyrri fyrirlesturinn er opinn íbúum Langanesbyggðar þar sem farið er yfir mikilvægi svefns. Á seinni fyrirlestrinum verður farið yfir mikilvægi svefns fyrir heilsu og vellíðan barna og unglinga og foreldrum gefin ráð.

Lagt fram til kynningar.

Bókun nefndar: Nefndin fagnar framtakinu og hvetur íbúa og foreldra til að mæta og fræðast um svefn.

Samþykkt samhljóða.

4. Skýrslur skólastjóra
Skólastjórar grunn- og leikskóla gerðu grein fyrir starfinu síðustu vikur. Auglýst hefur verið eftir kennurum.

5. Önnur mál
a) Skólaakstur leikskólabarna – umræður.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin vill skoða hvort hægt sé að hefja akstur leikskólabarna haustið 2023. Stefnt er að því að fá skólabílstjóra á fund nefndarinnar þegar nær dregur.

Samþykkt samhljóða.

b) Umræður um launað starfsleyfi starfsmanna Langanesbyggðar.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin frestar málinu til næsta fundar.

Velferðarmál

6. Samstarfssamningur HNE til samþykktar (Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra)
Samstarfssamningur á milli sveitarfélaga á Norðurlandi eystra um skipan heilbrigðisnefndar á svæðinu og rekstur heilbrigðiseftirlits. Skipaður verður einn fulltrúi og einn til vara af öðrum sveitarfélögum í Þingeyjarsýslu nema frá Norðurþingi koma 2 fulltrúar.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir samninginn og felur sveitarstjóra að undirrita hann.

7. Farsældarrútan 15. maí á Húsavík
Barna- og fjölskyldustofa er að skipuleggja fundarferðir um landið, svokallaða farsældarrútu vegna innleiðingar farsældarlaga. Þau hafa boðað komu sína til Húsavíkur þann 15. Maí. Sérstaklega er hvatt til þess að fulltrúar sveitafélaga komi frá öllum skólastigum, leik-, grunn- og framhaldsskólum, æskulýðsfulltrúa/frístund sem og fulltrúa frá lögreglu og heilsugæslu. Einnig er sveitarstjórnarfólk velkomið.

Lagt fram til kynningar

8. Önnur mál
a) Farsældarlögin – yfirferð um hvað kom fram á fundi með félagsmálastjóra Norðurþings.

b) Samþykktir um frístundastyrk til barna í íþrótta- og tómstundaiðkun og æfingastyrki til aldraðra og öryrkja.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin telur ástæðu til að endurskoða samþykktirnar með tillit til nýrrar gjalskrár íþróttahúss og eftir sameiningu sveitarfélaganna. Nefndin mun koma með tillögur að breytingum á samþykktunum og leggja fyrir sveitarstjórn.

c) Gönguskíðaspori – rætt um möguleikann á að koma upp gönguskíðasvæði innan Langanesbyggðar.

Bókun um afgreiðslu: Hugmyndum um að sveitafélagið útvegi sér tæki til að gera gönguskíðabraut tekið vel. Ákveðið að ræða þetta við HSAM hópinn. Einnig rætt um að fá fulltrúa hópsins á næsta fund nefndar.

Samþykkt samhljóða.

Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.

Fundi slitið kl. 17:00

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?