6. fundur velferðar- og fræslunefndar
Fundur í velferðar- og fræðslunefnd
6. fundur velferðar- og fræðslunefndar Langanesbyggðar, haldinn á skrifstofu Langanesbyggðar að Langanesvegi 2, fimmtudaginn 13. apríl 2023 kl 15.
Mætt voru: Sigríður Friðný Halldórsdóttir formaður, Karítas Ósk Agnarsdóttir, Jóhann Hafberg Jónasson, Þórarinn J. Þórisson, Margrét Guðmundsdóttir og Bjarnheiður Jónsdóttir skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.
Einnig sátu undir lið 1-7 um fræðslumál eftirtaldir áheyrnarfulltrúar: Skólastjóri Grunnskólans Hilma Steinarsdóttir og Lára Björk Sigurðardóttir fyrir kennara grunnskólans, Hjördís Matthilde Henriksen fyrir kennara Barnabóls. Sigurbjörn Veigar Friðgeirsson íþróttafulltrúi sat fundin undir lið 10 og 11 um velferðarmál.
Formaður setti fund og stjórnaði. Hún spurði hvort athugasemd væri gerð við fundarboð og dagskrá.
Bókun: Skólastjórar gerðu athugasemd hversu seint fundarboð hafa verið að berast til þeirra.
Formaður óskaði eftir að lið 6 yrði frestað til næsta fundar vegna fjarveru leikskólastjóra.
Fundargerð
Fræðslumál
1. Samfélagssáttmáli milli íbúa við Bakkaflóa, Langanesbyggðar og ríkisins vegna byggðar við Bakkaflóa
Lagt fram til kynningar
2. Málefni Bakkafjarðar í skólamálum. Frá fundi um málefni Bakkafjarðar
Farið yfir 1. lið í fundargerð síðasta fundar um málefni Bakkafjarðar.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin mun gæta þess við gerð nýrrar skólastefnu verði hugað að þörfum íbúa Bakkafjarðar.
Samþykkt samhljóða.
3. „Vertu með“ bréf frá UMFÍ um mikilvægi þátttöku barna og unglinga af erlendum uppruna í skipulögðu íþróttastarfi
Vakinn er athygli á bæklingi Íþrótta og Ólympíusamband Íslands og Ungmennafélags Íslands sem er til á tíu tungumálum með það að markmiði að ná betur til foreldra barna og ungmenna af erlendum uppruna og fræða þau um kosti þátttöku barna í skipulögðu íþróttastarfi á Íslandi.
Bókun um afgreiðslu: Skrifstofustjóra falið að birta link á bæklinga ÍSÍ og UMFÍ á heimasíðu sveitarfélagsins og hvetur nefndin ungmennafélagið, skólastjóra og aðra til að dreifa á sínum samfélagsmiðlum.
Samþykkt samhljóða.
4. Landsteymi. Um farsæld barna í skólum. Frá mennta- og barnamálaráðuneyti.
Lagt fram til kynningar.
5. Skýrsla skólastjóra Grunnskólans á Þórshöfn
a. Skóladagatal
Bókun um afgreiðslu við lið a: Skóladagatal lagt fram ásamt breytingartillögum frá skólaráði. Nefndin samþykkir drögin ásamt breytingum.
Samþykkt samhljóða.
b. Yfirlit rekstrar
Lagt fram til kynningar
c. Niðurstöður úr starfsmannakönnun og foreldrakönnun
Lagt fram til kynningar
Velferðarmál
6. Fundargerð stjórnarfundar MMÞ í Safnahúsinu á Húsavík 22.02.2023
Lagt fram til kynningar.
7. Ársskýrsla. Samningur um sameiginlegt þjónustusvæði um almenna og sértæka félagsþjónustu
Lagt fram til kynningar.
8. Tillögur að breytingum á samþykktum um frístundastyrk ásamt breytingaskjali.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin leggur fram breyttar tillögur að samþykktum um frístundastyrk og biðlar til sveitastjórnar að samþykkja samþykktirnar.
Samþykkt samhljóða.
9. Fulltrúi HSAM stýrihóps kemur og kynnir starfsemi hópsins
Lagt fram til kynningar.
Bókun um afgreiðslu: Lagt er til fulltrúi HSAM hópsins komi reglulega á fundi velferðar- og fræðslunefndar og leggi fram fundargerðir hópsins. Einnig felur nefndin íþróttafulltrúa Langanesbyggðar að gera drög að lýðheilsustefnu fyrir sveitarfélagið.
Samþykkt samhljóða
10. Önnur mál
a. Umræður um félags og tómsstundarstarf sveitarfélagsins
Kallað hefur eftir því frá félagi eldri borgara og ungmennum félagsmiðstöðvarinnar að sveitafélagið setji sér stefnu í málefnum þessara hópa.
Bókun um afgreiðslu: Formanni falið að óska eftir því að Þórhildur Sigurðardóttir, félags- og tómstundafulltrúi á Vopnafirði komi á næsta fund nefndar og kynni fyrirkomulag félags og tómstundastarfs Vopnafjarðarhrepps. Félagi eldri borgara verði boðið að koma og hlýða á kynninguna ásamt fleiri áhugasömum um tómstundastarf.
Samþykkt samhljóða.
b. Líkhúsið á Þórshöfn
Aðstaða líkhúss Þórshafnar hefur verið í ólestri um langt skeið. Lítil sem engin aðstaða er fyrir starfsfólk sem sinnir aðbúnaði látinna.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin óskar eftir fjármagni til úrbóta á aðstöðu.
Samþykkt samhljóða.
Fundargerð lesin upp og samþykkt samhljóða
Fundi slitið kl. 17:40