Fara í efni

7. fundur velferðar- og fræðslunefndar

15.07.2019 12:00

7. fundur velferðar- og fræðslunefndar Langanesbyggðar haldinn að Fjarðarvegi 3 Þórshöfn þriðjudaginn 15. júlí 2019 kl. 12:00.

Mætt voru: Sara Stefánsdóttir formaður, Aneta Potrykus, Jón Gunnþórsson, Sigríður Friðný Halldórsdóttir, Jóhann Hafberg Jónasson, Daníel Hansen, áheyrnarfulltrúi f.h. Svalbarðshrepps, og Gunnar Gíslason ráðgjafi sem kom inn á fundinn í síma kl. 12:10 og vék af fundi kl. 12:25. Einnig sat Elías Pétursson sveitarstjóri fundinn og ritaði fundargerð.

Formaður setti fund, bauð fundarmenn velkomna og innti eftir hvort athugasemdir væru gerðar við fundarboð. Fulltrúi Svalbarðshrepps gerði þá athugasemd að hann hefði fram að þessu, ekki verðið boðaður á fundi nefndarinnar. Sveitarstjóri baðst velvirðingar fyrir hönd sveitarfélagsins. Aðrar athugasemdir voru ekki gerðar og var gengið til dagskrár.

 

Fundargerð

1.         Ráðning skólastjóra við Grunnskólann á Þórshöfn

Fram er lagt mat Gunnars Gíslasonar skólaráðgjafa, á umsækjendum um starf skólastjóra við Grunnskólann á Þórshöfn. Gunnar mætti á fundinn í síma og fór yfir mat sitt á umsækjendum.

 Sveitarstjóri kynnti fyrirhugaða tillögu sína þess efnis að Hilma Steinarsdóttir verði ráðin skólastjóri frá og með komandi skólaári, tillöguna hyggst sveitarstjóri leggja fyrir fund byggðaráðs í samræmi við 52. gr samþykkta sveitarfélagsins.

Bókun um afgreiðslu: Velferðar- og fræðslunefnd mælir með því við byggðaráð að Hilma Steinarsdóttir verði ráðin skólastjóri Grunnskólans á Þórshöfn.

Samþykkt samhljóða.

 Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 12:53

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?