8. fundur velferðar- og fræðslunefndar
8. fundur velferðar- og fræðslunefndar Langanesbyggðar haldinn að Fjarðarvegi 3 Þórshöfn föstudaginn 23. ágúst 2019 kl. 12:00.
Mætt voru: Sara Stefánsdóttir formaður, Aneta Potrykus, Jón Gunnþórsson, Jóhann Hafberg Jónasson, Sólveig Sveinbjörnsdóttir, Daníel Hansen, áheyrnarfulltrúi f.h. Svalbarðshrepps, og Gunnar Gíslason ráðgjafi. Einnig sat Elías Pétursson sveitarstjóri fundinn og ritaði fundargerð.
Sveitarstjóri opnaði fundinn og fór stuttlega yfir efni hans.
Fundargerð
1. Starfslýsing skólastjóra
Skólaráðgjafi fór yfir drög að starfslýsingu skóastjóra og skýrði fyrir fundarmönnum ásamt og að fara yfir ráðningarmál.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir framlögð drög að starfslýsingu.
Samþykkt samhljóða.
2. Skipulagsbreytingar í skólastarfi, sameining skólastiga
Farið var yfir áform um formfastara samstarf skólastiga og ýmsar breytingar því tengdu.
3. Umræður um skólastarf grunn- og leikskóla
Farið var yfir starfsemi beggja stofnanna og ýmis mál er snúa að starfsemi komandi vetrar. Einnig var farið yfir fundi sem haldnir voru með stjórnum foreldrafélaga beggja skólastiga. Farið var yfir rekstur grunnskólans fyrstu fimm mánaða ársins og frávik frá áætlun skýrð.
Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13:37