Fara í efni

9. fundur velferðar- og fræðslunefndar

23.10.2019 14:00

9. fundur velferðar- og fræðslunefndar Langanesbyggðar haldinn í félagsheimilinu Þórsveri Þórshöfn miðvikudaginn 23. október 2019 kl. 14:00.

Mætt voru: Sara Stefánsdóttir formaður, Aneta Potrykus, Jón Gunnþórsson, Sigríður Friðný Halldórsdóttir og Gunnar Gíslason ráðgjafi. Daníel Hansen áheyrnarfulltrúi Svalbarðshrepps. Einnig sat Elías Pétursson sveitarstjóri fundinn og Jónas Egilsson skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð. Forföll tilkynnti Jóhann Hafberg Jónasson.

Formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna og fór yfir skipulag fundarins. Hún lagði til að 6. lið í boðaðri dagskrá fundarins yrði frestað til næsta fundar. Samþykkt.

 

Fundargerð

1.         Erindisbréf og verkefni nefndarinnar

Gunnar Gíslason skólaráðgjafi fór yfir helstu verkefni og hlutverk nefndarinnar.

Kl. 15:00 mættu fulltrúar grunnskólans koma á fundinn: Hilma Steinarsdóttir skólastjóri, Hildur Stefánsdóttir fulltrúi kennara.

2.         Framkvæmd umbótaáætlunar,

Umbótaáætlun Grunnskólans lögð fram, tekin saman Ásdísar Hr. Viðarsdóttur fyrrverandi. Samantektin hefur verið samþykkt í sveitarstjórn og ráðuneytinu tilkynnt um þá afgreiðslu. Farið yfir einstök atriði áætlunarinnar.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir að halda fund með fulltrúum skólaskrifstofu um Norðurþings um framkvæmd samnings um skólaþjónustu sem er í gildi milli sveitarfélaganna. Skólastjóra falið að vinna áfram eftir umbótaáætluninni í samræmi við umræður fundarins.

Samþykkt samhljóða.

3.         Leiðbeiningar fyrir skólanefndir

Lagt fram: Leiðbeinandi álit fyrir skólanefndir, handbók um skólastefnu sveitarfélaga og leiðbeiningar um mótun skólastefnu eftir Björk Ólafsdóttur, útg. af Sambandi ísl. sveitarfélaga.

4.         Frístundastyrkur – möguleikar vegna tónlistarnáms

Lagt fram minnisblað um fyrirspurn um hvort tónlistarnám félli undir reglur um sveitarfélagsins um frístundastyrki. Einnig fylgdu reglur sveitarfélagsins um frístundastyrki með.

Samþykkt um afgreiðslu: Nefndin mælir með því að reglum um frístundastyrki Langanesbyggðar verði breytt þannig að tónlistarnám verði styrkhæft.

Samþykkt samhljóða.

5.         Félagsstarf ungmenna – Umsókn um húsnæði fyrir félagsaðstöðu

Lögð fram beiðni frá nemendum um nýtt húsnæðis fyrir félagsstarf þeirra, dags. 17. sept. sl., í staðinn fyrir núverandi aðstöðu Svarthol.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir að fela sveitarstjóra að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða.

 

Öðrum liðum dagskrár frestað til næsta fundar.

 Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:55.

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?