Fara í efni

10. fundur um heilsueflandi samfélag

25.05.2022 16:05

Stýrihópur um heilsueflandi samfélag í Langanesbyggð

Fundargerð 10. fundar um heilsueflandi samfélag í Langanesbyggð (HSAM-Lnb), haldinn 25. maí 2022 að Langanesvegi 2. Fundurinn hófst kl. 16:05
Mættir voru: Sigurbjörn Veigar, Sigríður Friðný, Anna Lilja og Þorsteinn Ægir

Dagskrá

1. Samantekt frá fundi HSAM-tengiliða og Landlæknisembættisins
Landlæknisembættið stóð fyrir fundi með tengiliðum Heilsueflandi samfélags þann 24. maí. Á fundinum stóð til að kynna Velsældarviku en því miður féll sá liður niður. Þess í stað var flutt kynning á verkfærakistu fyrir heilsueflandi samfélög sem Embætti Landlæknis er með í smíðum. Óskað var eftir sjálfboðaliðum úr hópi tengiliða til að prófa kistuna og leggja til vinnu við að klára hana. Sigurbjörn bauð sig fram f. hönd Langanesbyggðar og mun sitja fundi á næstunni með forsvarsmönnum verkefnisins og öðrum áhugasömum tengiliðum.

2. Næstu skref í HSAM-starfinu
Fyrirséð er að ný sveitarstjórn í sameiginlegu sveitarfélagi mun skipa í stýrihóp verkefnisins upp á nýtt. Vinna vetrarins leggur góðan grunn að áframhaldandi starfi en meðal stærstu verkefna var vinna við gátlista sem nýtist við stefnumótun og sem stýritæki til framtíðar. Núverandi stýrihópur leggur til að framhald verkefnisins byggi á þeirri vinnu og upplýsingum sem komu fram.

3. Lýðheilsustefna
Langanesbyggð er að mörgu leiti framarlega á merinni í þátttöku sinni sem heilsueflandi samfélag hvað umgjörð verkefnisins varðar.
Sveitarfélagið gerir mjög vel með að leggja til og gera ráð fyrir verkefninu í störfum þess sem annast umsjón þess og hefur þess að auki faglega samsettan stýrihóp þar sem fulltrúi heilsugæslunnar kemur að borðinu. Þess að auki eru bæði skólastigin sem rekin eru í sveitarfélaginu heilsueflandi skólar og virkt samtal á milli allra verkefna.
Kannanir sem Embætti Landlæknis hefur lagt fyrir tengiliði á landsvísu hafa sýnt að verkefnið er í mörgum tilfellum hálfgert olnbogabarn sem er vistað í umsjón aðila sem hafa lítinn tíma/áhuga/getu til að sinna því með öðrum störfum. Hér er mikill metnaður fyrir að gera verkefninu hátt undir höfði.
Heilsueflandi samfélag er í grunnin hugsað sem stefnumótandi verkefni og er ætlað að styðja sveitarfélög til að gera betur í lýðheilsumálum. Mótun lýðheilsustefnu er eitt af yfirlýstum höfuðmarkmiðum samstarfsins við Embætti Landlæknis og þar er augljóst sóknarfæri fyrir okkur. HSam hópurinn mælir eindregið með að það mál verði tekið til skoðunar á nýju kjörtímabili.

4. Önnur mál
Engin önnur mál.

Fundi slitið 16:52

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?