Fara í efni

12. fundur um heilsueflandi samfélag

20.09.2022 16:15

Stýrihópur um heilsueflandi samfélag í Langanesbyggð


Fundargerð 12. fundar um heilsueflandi samfélag í Langanesbyggð (HSAM-Lnb), haldinn 20. september 2022 að Langanesvegi 2. Fundurinn hófst kl. 16:15 á að fundargerð 11. fundar um heilsueflandi samfélag í Langanesbyggð var lesin.

Mættir voru: Bergrún Guðmundsdóttir, Valgerður Sæmundsdóttir, Hulda Kristín Baldursdóttir og Sigurbjörn V. Friðgeirsson.

Dagskrá

1. Íþróttavika Evrópu í Langanesbyggð
Stýrihópnum kynnt drög að viðburðadagskrá Íþróttaviku Evrópu til umsagnar og ábendinga. Drögin byggja að miklu leiti á dagskrá Íþróttaviku frá í fyrra. Vonir standa til að gera betur í ár og auka þátttöku íbúa í viðburðum auk þess að fá fyrirlesara á svæðið með erindi tengt heilsueflingu. Umræður fóru fram varðandi hvenær og hve lengi átakið stæði yfir án endanlegrar niðurstöðu.

2. Önnur mál
Engin önnur mál rædd.
Fundi slitið 16:45

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?