Fara í efni

14. fundur um heilsueflandi samfélag

11.01.2023 15:32

Stýrihópur um heilsueflandi samfélag í Langanesbyggð

Fundargerð 14. fundar um heilsueflandi samfélag í Langanesbyggð (HSAM-Lnb), haldinn 11. Janúar 2023 að Langanesvegi 2. Fundurinn hófst kl. 15:32 á að fundargerð 13. fundar um heilsueflandi samfélag í Langanesbyggð var lesin.
Mættir voru: Bergrún Guðmundsdóttir, Hulda Kristín og Sigurbjörn V.

Dagskrá

1. Stefnumörkun á nýju ári
Rifjuð voru upp störf og erindi sem stýrihópnum barst á fyrir áramót og ákveðið að reyna að standa fyrir heilsueflandi fjöldskyldustund í íþróttamiðstöðinni á hentugum tíma í febrúar. Þá í tvennu lagi sem henti bæði foreldrum og börnum á leikskólaaldri og eins foreldrum og eldri börnum. Sigurbirni falið að koma þessu á.

2. Erindi frá foreldrafélagi grunnskóla(framhald)
Bergrún tekur að sér að komast að hvort til sér fræðsluefni um skjátíma barna og fullorðinna til að koma til móts við erindi foreldrafélags grunnskóla frá síðasta fundi.

3. Heilsueflandi.is – umferð 2
Stýrihópurinn sammæltist um að fara að taka næsta hring á gátlistum heilsueflandi.is líkt og gert var í fyrra. Sigurbirni falið að gera grein fyrir þeirri vinnu á næsta fundi HSAM-Lnb

4. Næsti fundur
Næsti fundartími stýrihópsins ákveðinn 13. Febrúar.
Fundi slitið kl. 15:56

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?