Fara í efni

15. fundur um heilsueflandi samfélag

13.02.2023 15:44

Stýrihópur um heilsueflandi samfélag í Langanesbyggð


Fundargerð 15. fundar um heilsueflandi samfélag í Langanesbyggð (HSAM-Lnb), haldinn 13. febrúar 2023 að Langanesvegi 2. Fundurinn hófst kl. 15:44 á að fundargerð 14. fundar um heilsueflandi samfélag í Langanesbyggð var lesin.
Mættir voru: Bergrún Guðmundsdóttir, Hulda Kristín og Sigurbjörn V.

Dagskrá


1. Fjölskyldustund í íþróttamiðstöð – foreldrar og eldri börn
Á síðasta fundi stýrihópsins var ákveðið að reyna að standa fyrir heilsueflandi fjölskyldustund í íþróttamiðstöð í febrúar fyrir foreldra og eldri börn líka og gert var í Íþróttaviku Evrópu síðastliðið haust. Mögulegar dag- og tímasetningar ræddar. Föstudagurinn 3. mars ákveðinn ákjósanlegur tími og Sigurbirni falið að hafa samband við Eyþór og boða.

2. Fjölskyldustund í íþróttamiðstöð – foreldrar og yngri börn
Á síðasta fundi stýrihópsins var ákveðið að reyna að standa fyrir heilsueflandi fjölskyldustund í íþróttamiðstöð í febrúar fyrir foreldra og yngri börn líkt og stefnt er að fyrir foreldra og eldri börn. Mögulegar dag- og tímasetningar ræddar. Föstudagurinn 3. mars ákveðinn ákjósanlegur tími og Sigurbirni falið að hafa samband við Eyþór og boða.
Einnig kom til umræðu að hlutast til komu danskennara á svæðið fyrir börn. Stýrihópurinn mun kanna það mál nánar.

3. Fundargerðir á HSAM-Lnb á heimasíðu
Á heimasíðu Langanesbyggðar svæði tileinkað HSAM þar sem mögleiki er fyrir hendi að birta fundargerðir. Hingað til hafa þær ekki skilað sér þangað en okkur langar til að gera bragarbót á. Einnig virðast fundargerðir stýrihópsins ekki skila sér áfram til sveitarstjórnar. Sigurbirni falið að fara í saumana á því.

4. Ársskýrsla 2022 úr heilsueflandi.is Lögð fram til kynningar.

5. Önnur mál
a. Óskað eftir að sveitarstjóri sitji næsta fund HSAM-Lnb og næstu fundur ákveðinn 13.03.23 kl. 15:45
Fundi slitið kl. 16:19

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?