Fara í efni

19. fundur HSAM

11.04.2024 15:00

Stýrihópur um heilsueflandi samfélag í Langanesbyggð

Fundargerð 19. fundar um heilsueflandi samfélag í Langanesbyggð (HSAM-Lnb), haldinn 11. apríl 2024 að Langanesvegi 18b . Fundurinn hófst kl.15:03 á að fundargerð 18. fundar um heilsueflandi samfélag í Langanesbyggð var lesin.

Mættir voru: Hulda Kristín Baldursdóttir, Bergrún Guðmundsdóttir, Ragnar Skúlason og Sigurbjörn V. Friðgeirsson. Þorri Friðrikson sat fundinn undir 1. og 2. lið.

Dagskrá

1. Heilsueflandi framkvæmdir í Langanesbyggð – Stígagerð
Forstöðumaður þjónustumiðstöðvar skýrði frá fyrirhuguðum framkvæmdum við gangstéttar og göngustíga í sveitarfélaginu næsta sumar og svaraði spurningum þar að lútandi. Í kjölfarið áttu sér stað umræður um gildi góðra gangstíga og gönguleiða við eflingu lýðheilsu.

2. Bekkir við göngustíga og útisvæði
Á dögunum barst ábending frá hópi eldri borgara í Langanesbyggð um að vöntun væri á bekkjum við helstu gönguleiðir innanbæjar á Þórshöfn, og gera má ráð fyrir að slíkt sé einnig uppi á teningnum á Bakkafirði. Ábendingu var komið á framfæri við forstöðumann þjónustumiðstöðvar og ýmsar útfærslur á staðsetningum ræddar í kjölfarið sem og möguleikar til að fjármagna kaup á bekkjum.

3. Fjölskyldustund í íþróttamiðstöð 21. mars
HSAM-Lnb stóð fyrir fjölskyldustund í íþróttamiðstöðinni þann 21. mars í stað 14. mars eins og lagt var upp með en sú dagsetning skaraðist á við árshátíð grunnskólans á Þórshöfn. Viðburðurinn tókst vel til og þó nokkur fjöldi tók þátt að þessu sinni þó ekki hefði náðst að telja nákvæmlega. Stýrihópurinn þakkar íbúum fyrir góða þáttöku og stefnir jafnframt að þvi að ná einu skipti til viðbótar fyrir sumarfrí og stefnan sett á byrjun júní.

4. Hugmyndavinna fyrir heilsueflandi viðburðahald í Langanesbyggð - Fyrirlesarar
Tillögur um heilsueflandi fyrirlestra lagðar fram og ræddar. Ekkert ákveðið en margt sem kæmi til greina sem tónar við áherslur stýrihópsins á þessu tímabili. Sigurbirni falið að hafa samband við nokkra og kanna verð og áhuga á að koma. Hugsanlega megi vinna komu fyrirlesara í samstarfi við nærliggjandi sveitarfélög eða félagasamtök á svæðinu,

5. Fjallgönguverkefni
Efni um fjallgönguverkefni á vegum stýrihópa HSAM á suðurlandi lagt fram til kynningar og mögulegar útfærslur í Langanesbyggð ræddar í kjölfarið. Samstaða um að leggja upp með t.t. einfalda útfærslu þetta sumarið sem þarf að vera aðgengileg með góðu móti svo sem allra flestir geti tekið þátt. Næsta haust verði þátttaka og árangur af verkefninu metinn og ákvarðanir teknar um framhaldið.

6. Önnur mál
a) Um nokkurt skeið hefur verið uppi hugmynd um að kanna möguleika á uppbyggingu bílastæðis við Brekknasand, að fengnu leyfi landeigenda. Stýrihópurinn hefur áður rætt hugmyndina og bókað um hana en málið lítið hreyfst að öðru leiti. Sigurbirni falið að rita erindi til Umhverfis- og skipulagsnefndar um málið fyrir hönd stýrihópsins.

Engin önnur mál

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 15:55

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?