3. fundur um heilsueflandi samfélag
Fundur í stýrihóp um heilsueflandi sveitarfélag
3. Fundur stýrihóp Langanesbyggðar um heilsueflandi sveitarfélag (HSAM) var haldinn að Fjarðarvegi 3 Þórshöfn mánudaginn 15. júní 2020. Fundur var settur kl. 16:00.
Mætt voru: Anna Lilja Ómarsdóttir, Sigríður Friðný Halldórsdóttir og Þorsteinn Ægir Egilsson. Auk þess sat Jónas Egilsson fundinn og ritaði fundargerð.
Fundargerð
1. Íþrótta- og æskulýðsmál
Sveitarstjóri gerði grein fyrir tillögum UMFL um samstarf við sveitarfélagið um íþróttatengda starfsemi og óskir um uppbyggingu á íþróttaaðstöðu til skemmri og lengri tíma. Einnig var rætt um mögulegt samstarf við ungmennafélagið um HSAM verkefni.
2. Kynning á HSAM verkefnum
Rætt um samantekt og kynningu á HSAM verkefnum sveitarfélagsins. Samþykkt að leggja til að þessi verkefni yrðu tekin saman og þau kynnt.
3. Samstarf við SÁÁ
Samþykkt að leggja til að sveitarfélagið undir merkjum HSAM ynni að því að fá fulltrúa frá SÁÁ vegna AA funda hér á svæðinu. Jónas ætlar að ath. það mál.
4. Niðurstöður funda með deildarstjórum Langanesbyggðar
Anna Lilja og Sigríður Friðný fór niðurstöður frá fundum þeirra í vetur með deildarstjórum og setja fram tillögur.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:50.