7. fundur um heilsueflandi samfélga
Stýrihópur um heilsueflandi samfélag í Langanesbyggð
Fundargerð 7. Fundar um heilsueflandi sveitarfélag í Langanesbyggð (HSAM-Lnb), haldinn 14. Desember að Langanesvegi 2. Fundurinn hófst kl. 17:10.
Mættir voru: Þorsteinn Ægir, Sigríður Friðný, Anna Lilja og Sigurbjörn V.
Dagskrá
1. Tengiliðafundur HSAM á landsvísu – Kynning á heilsueflandi.is
1. 1. Farið var yfir hvað fram fór á tengiliðafundi HSAM á landsvísu sem haldinn var 8. desember. Tilefni fundarins var að kenna tengiliðum á heilsueflandi.is sem er stýrikerfi Landlæknisembættisins fyrir Heilsueflandi samfélag. Þar var sýnt hvernig viðmótið breytist eftir að dregin hefur verið grunnlína í markmiðum gátlista og hvernig megi sækja nytsamlega tölfræði í gagnagrunnin þegar innsetningu gagna er lokið. Þar inni má þess að auki finna erlendar lýðheilsustefnur sem sveitafélögin geta horft til við mótun eigin stefnu.
2. Vinna við gátlista á heilsueflandi.is
Fulltrúar fylltu inn í gátlistann „Vellíðan með markvissu lýðheilsustarfi“ en grunnlína var ekki dregin og ákveðið að bíða með að draga allar grunnlínur þangað til að vinnu við alla gátlistana væri lokið. Það verklag er að undirlagi Landlæknisembættisins.
3. Önnur mál
a) Að beiðni stýrihópsins var óskað eftir Heilsueflandi samfélags logo-i frá Landlæknisembættinu og það barst í byrjun desember.
Fleira var ekki rætt og fundi slitið 18:23