Fara í efni

8. fundur um heilsueflandi samfélag

20.01.2022 17:09

Stýrihópur um heilsueflandi samfélag í Langanesbyggð

Fundargerð 8. fundar um heilsueflandi samfélag í Langanesbyggð (HSAM-Lnb), haldinn 20. Janúar 2022 að Langanesvegi 2. Fundurinn hófst kl. 17:09.
Stýrihópur um heilsueflandi samfélag í Langanesbyggð
Fundargerð 8. fundar um heilsueflandi samfélag í Langanesbyggð (HSAM-Lnb), haldinn 20. Janúar 2022 að Langanesvegi 2. Fundurinn hófst kl. 17:09.
Mættir voru: Sigríður Friðný, Sigurbjörn V. og Anna Lilja.

Dagskrá

1. Fundarform
Fundartími og ritun fundargerða rædd. Spurning hvort eigi að fá inn varamann í nefnd.

2. Landsátakið Slöbbum saman/Lífshlaupið
Dagana 15. janúar til 15. febrúar stendur átakið Slöbbum saman yfir á landsvísu. Í kjölfar þess fylgir svo Lífshlaupið (2.-22. febrúar) sem flestum er orðið kunnugt um.
Upplifun HSAM-hópsins af þátttöku í lýðheilsueflandi hvatningarverkefnum á vegum Embættis landlækis er mjög góð og við munum nota okkar miðla s.s. facebooksíðu verkefnisins til að auglýsa verkefnin. Einnig mætti hvetja aðra vefmiðla og íþróttamiðstöð til að hjálpa okkur að vekja athygli á þessu.
Lagt var til að fá skrifstofu Langanesbyggðar til að senda út póst þar sem hvatt væri til þátttöku í verkefninu.

3. Vinna við gátlista á heilsueflandi.is (Vellíðan með hornsteinum heilsu)
Farið var yfir gátlistann Vellíðan með hornsteinum heilsu.

4. Önnur mál
a. Framhald vinnu við gátlista
Gátlistarnir sem eru eftir krefjast margir hverjir sérþekkingar á innviðum samfélagsins í Langanesbyggð líkt og skólastjórnenda, hjúkrunarforstjóra, sveita-/skrifstofustjóra. Sigurbjörn leitar samþykkis fyrir því verklagi að hann fylli inn eftir bestu vitneskju og leiti svara hjá viðeigandi aðilum þar sem við á. Vinnan sé síðan lesin yfir á fundum nefndarinnar og staðfest áður en grunnlína er dregin. Tillagan var samþykkt.

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 17:57 Sigríður Friðný, Sigurbjörn V. og Anna Lilja.

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?