Vinnuhópur um heilsueflandi samfélag 2.1 aukafundur á Teams
Heilsueflandi samfélag – Vellíðan fyrir alla á tímum COVID 19
Fjarfundur (Teams) með HSAM tengiliðum 14. maí 2020 – kl. 14-15:15.
Mætt: Anna Magnea, Arna Hrönn, Ásdís Helga Bjarnadóttir, Bjarki Ármann, Edda Davíðsdóttir, Eiríkur Björnsson, Ellert Örn, Geir Bjarnason, Guðrún Magnúsdóttir, Helga Margrét, Herdís Ingólfsdóttir, Hildur Ýr og Una, Liljana, Matthías Freyr, Ólöf Kristín, Ragnar Harðarsson, Rut Sigurðardóttir, Unnur Margrét, Þráinn Hafsteinsson, Gísli Rúnar, Guðrún Halla, Gunnar Gunnarsson, Ragnar Harðarson, Ríkey Sigbjörnsdóttir, Páll Vilhjálmsson. Anna G. Björnsdóttir fulltrúi sambands íslenskra sveitarfélaga í stýrihópi HSAM. Frá embætti landlæknis: Gígja, Dóra, Sólveig, Sigrún, Rafn, Sveinbjörn, Sigga Stína, Ingibjörg, Jenný, Hólmfríður, Hildur Guðný.
Punktar frá fundinum:
Gígja verkefnastjóri HSAM bauð alla velkomna og fór svo yfir tilefni fundarins, en tengiliðir hafa óskað eftir ráð frá EL um hverju er æskilegt að hyggja að m.t.t. vellíðanar íbúa á tímum COVID-19. Þá er þetta einnig tækifæri til að ráðfæra sig við aðra tengiliði og læra af reynslunni í örðum sveitarfélögum. Dagskrá – sjá glærur.
Byrjað var á að segja frá vinnu við gátlistana og heilsueflandi.is Nú eru allir komnir með drög að gátlistunum og EL hafa borist mikið af ábendingum frá aðilum í samráðsvettvangi, stýrihóp og tengiliðum HSAM sem búið er að vinna úr. Hvað varðar heilsueflandi.is þá er forritun að klárast og gátlistarnir fara inn á svæðið fljótlega. Gott að fá að vita hverjir vilja vera með í prófunum á svæðinu?
Geir Bjarnason, Hafnarfjörður
Guðrún Magnúsdóttir, Reykjanesbær
Gunnar Gunnarsson, Bláskógabyggð (uppsveitir Suðurlands)
Ólöf Kristín, Mosfellsbær
Matthías F. Matthíasson, Vogar
Nýtt tímabil hjá skólunum byrjar í júlí og innleiða á uppfært kerfi í framhaldi af því. Þá sýndi hún kerfið eins og það lítur út núna, hefur tekið miklum breytingum eftir að við sýndum HSAM tengiliðum í mars. Hún sýndi kerfið eins og það er fyrir heilsueflandi grunnskóla, verður svipað fyrir samfélögin. Þó verður eitthvað örðuvísi, m.a. verður hægt að setja inn fleiri hópa en stýrihóp. Allir 7 gátlistarnir okkar koma inn. Á eftir að laga sumt m.a. bæta við tölfræðinni.
Skjalið sem sent var til tengiliða og gátlistinn hornsteinar heilsu, mikil samsvörun þar á milli og hefur sýnt sig á krefjandi tímum eins og nú að þá hriktir í þessum hornsteinum hjá fleirum en annars og það verður enn meiri ástæða til að huga að þessum þáttum. Þörfin verður meiri þar sem það eru fleiri sem þurfa að leita í kerfin heldur en annars. Hefur áhrifa á persónulegar aðstæður fólks eins og atvinnu og húsnæði. Þá eru fleiri sem þurfa á þjónustu og stuðningi að halda. Hefur einnig haft mikil áhrif á virkni og samskipti, fjölskylda, vinátta og félagstengsl. Hér verður hver og einn að skoða stöðuna hjá sér. Fleiri þurfa að vera vakandi v. ofbeldis, hvernig tryggjum við virkni og þátttöku í skipulögðu starfi. Mikill kraftur settur í að innleiða fjarheilbrigðisþjónustu og lausnir. Hvar geta verið gloppur sem þarf að fylla í?
Skjalið frá 8. maí – sjá glæru.
Mikil gagngasöfnun og greiningarvinna í gangi um að gera að fylgjast vel með því. Mikilvægt að hvert sveitarfélag meti stöðuna hjá sér, kortleggi helstu áskoranir, forgangsraði og ráðist í aðgerðir í samræmi við sínar þarfir og aðstæður. Nú þegar eru margar áætlanir komnar í gang og þessi vinna komin vel á veg á mörgum stöðum. Dæmi um áskoranir og hvernig má bregðast við– sjá glæru.
Um að gera að skoða það sem hefur orðið til bóta, megum ekki gleyma því. Varðandi sóttvarnaaðgerðir, best að fara beint inn á covid.is fyrir nýjustu upplýsingar og á heimasíðu heilbrigðisráðuneytisins.
Sigrún Daníelsdóttir, verkefnastjóri geðræktar kom hér inn á fundinn, hún lagði m.a. áherslu á:
- Passa upp á öryggisnetið sem á að vera til staðar fyrir íbúa og síðast en ekki síst fyrir viðkvæma hópa, t.d. börn og þá hópa sem standa höllum fæti.
- Mikilvægt að allir séu að tala saman. Kjörið tækifæri fyrir sveitarfélög að efla þann þátt í sínum eigin ranni. Aðilar sem sinna skólamálum, félagsmálum, barnaverndarmálum að það séu einfaldar boðleiðir þarna á milli. Sveitarfélög eru komin mis langt í þeirri vinnu. Skynsamlegt að vinna markvisst að því núna - samstarf þvert á geira eigi sér stað.
Rafn Jónsson, verkefnastjóri áfengis- og vímuvarna kom inn á eftirfarandi:
- Áfengi bara á hendurnar 😊
- Íhuga að þegar opnað verður fyrir frekari takmarkanir á börum og veitingastaði, gæti verið að það verði bætt í það sem hefur verið hingað til.
- Íhuga að setja takmarkanir á auglýsingar, markaðssetningu og annað. Koma í veg fyrir að það verði ekki of mikið að gera og aukið kæruleysi.
- Nú er komin út skýrsla um tengsl barna og ungmenna við foreldra, skóla og vini. Skýrslan kemur að þessum viðkvæmu hópum sem við þurfum að vera vakandi fyrir núna. Sláandi tölur sem þar koma fram – skýrslan er hér í viðhengi.
Eiríkur í Garðabæ:
- Bætir við að ákveðinn áhættuhópur er líka hjá efnameiri fjölskyldum, vanrækt börn, megum aldrei gleyma því.
- Minna uppbrot á tímanum í skólanum hefur haft gríðarlega mikil áhrif, erum að fá meira út úr tímanum með börnunum á tímum COVID-19 en ella í skólanum. Eru að skoða hvernig þau geta endurstillt stundatöflugerðina þannig að það sé meiri ró yfir nemendum og bekkjum.
- Minni hópar sýna að það verður mikið auðveldara, samfélagið er agaðra núna. Lokuðum skólunum og nemendur mættu betur og á réttum tíma. Hafa fengið góð viðbrögð frá heimilum, skólum og nemendum. Ætla að reyna að nýta inn í komandi skólaár.
- Börn að erlendum uppruna er hópur sem við verðum að skoða sérstaklega. Er hópur sem verður svolítið á kantinum en má alls ekki gleyma.
- Samskipti milli allra mikilvæg – ríkis og sveitarfélaga
Rafn Jónsson, EL:
- Áhugavert að heyra hvað GBÆ eru búin að vera að gera, má mögulega senda smá skjal á tengiliði þar sem verið er að safna saman hvað sveitarfélög eru að bregðast við COVID. Er verið að safna saman fyrir stýrihóp um forvarnir og heilsueflingu á vegum Mennta- og menningarmálaráðuneytisins.
- Eiríkur: það er verið að safna þessum upplýsingum innan sveitarfélaganna og ætti að vera hægur leikur að fá aðgang að þeim.
Anna Magnea í Borgarbyggð:
- Tóku einnig eftir því að það er mikið meiri ró yfir börnunum, höfðu áhyggjur af því að þau myndi ekki skila sér aftur í skólann, en 100 mæting frá fyrsta degi. Allir svo ánægðir að vera komnir til baka, kennarar og nemendur. Skólinn er dásamlegur staður til að vera á og mikilvægt að börnunum líði vel þar.
Fullorðnir og eldra fólk (GG)
Gígja: Erum búin að vera í sambandi við landssamband eldri borgara. Þau hafa sérstakar áhyggjur af hópnum 80+ hópur sem velferðarþjónustan á hverjum stað er að sinna og mikilvægt að sinna. Nefndu sérstaklega eins og hjálpartæki hvað það væri mikill munur á því að nýta þessi tæki hér miðað við í öðrum löndum, eins og það sé feimni við að nota þessi tæki, eins og staf, göngugrind og fleira. Mikilvægt að reyna að hafa áhrif á þetta.
- Starfshópur HRN um heilsueflingu eldri borgara er að störfum, skilar af sér tillögum í haust.
- Sérstaklega mikilvægt fyrir þennan hóp að fá nægt prótín til að viðhalda vöðvamassa, gott að hafa í huga.
Vilja fleiri fá orðið:
Anna G.:
- Búinn að vera starfandi samstarfshópur ríkis og sveitarfélaga á þessum krísutímum sem er búinn að vera að safna upplýsingum um stöðuna í öllu félagsþjónustuumdæmum (innsk. viðbragðsteymi um þjónustu við viðkvæma hópa). María Kristjánsdóttir, félagsráðgjafi hjá SÍS er fulltrúi í þeim hópi. spurningalistar hafa verið sendir á sveitarfélögin til þess að fá yfirsýn og fá að vita hvaða hópum þarf að fylgjast með núna.
Eiríkur í Garðabæ:
- Fjölskyldusvið GBÆ hringdi í alla 80 ára og eldri í sveitarfélaginu, gerðu það markvisst til þess að þessir aðilar fengju eitthvað áreiti. Notuðu tækifærið í leiðinni og spurðu alla hvernig þau stunduðu heilsurækt og eru í framhaldinu komin með gangasafn.
- Það sama gert í Borgarbyggð og Reykjanesbæ, þ.e. hringdu í 80 ára og eldri í sveitarfélögunum.
- Gígja: Upplýsingaveita fyrir gott starf í vinnslu hjá EL, þar verður hægt er að setja inn góð dæmi um það sem er verið að gera í sveitarfélögunum, skólum og fleiri stöðum.
Þráinn Hafsteinsson – þjónustumiðstöð Breiðholts:
- Varðandi unglingamálin þá höfðum við áhyggjur af hópamyndun og vandræðum en þetta er búið að vera rosa rólegur tími, ró yfir börnum og unglingum. Eftirlit frá félagsmiðstöðvum, lögreglu, foreldra og fleiri aðila. Hafa verið að nýta skólavelli og aðra staði þar sem þau eru að leika sér, rólegri staða en hefur verið ef eitthvað er.
- Þá hefur einnig verið hringt í alla 80+ og miðað við undirtektirnar þá er þetta klárlega eitthvað sem er hægt að nota og líklegt að verði áfram.
- Hefur heyrt það frá nemendum á öllum skólastigum að þau söknuðu félagslegu hliðarinnar. Heyrðu það á nemendum að það var erfitt að vera í burtu frá félögunum, yljar að fá að heyra þetta frá þeim.
Anna Magnea í Borgarbyggð:
- Haldnir voru rafrænir viðburðir á vegum félagsmiðstöðvanna og þátttaka var mjög góð og vel látið af þeim.
Gunnar Gunnarsson: Hvernig hefur gengið að fá virkt samstarf með heilsugæslu og skóla- og velferðarþjónustunni?
- Þráinn: Nýtt verkefni - Betri borg fyrir börn í Breiðholti – Eru búin að fá deildarstjóra grunnskóla og leikskóladeild og deildarstjóra í frístundasviði til að vinna saman. Tilraunaverkefni til tveggja ára, finna það strax hvað það hefur mikil áhrif til góðs að stytta leiðir milli þessara tveggja stóru sviða. Þá er unnið að því að fá heilsugæsluna með að einhverju leiti.
Sigrún Daníelsdóttir EL:
- Sagði í stuttu máli frá verkefninu sem EL stýrir Fyrstu 1000 dagar barnsins. Sumstaðar er mikið samstarf milli leikskóla og heilsugæslu og annarstaðar milli félagsþjónustunnar og heilsugæslunnar. Fólk virðist hafa frelsi til þess að vinna sama og ekki að bíða eftir að það komi skipun að ofan. Alls konar samstarf að myndast núna sem getur verið mjög áhrifaríkt.
Sigríður Kristín Hrafnkelsdóttir, verkefnastjóri Heilsueflandi framhaldsskóla hjá EL:
- Sagði frá reynslu sem foreldri langveiks barns þar sem hún lýsti því að mikilvægt að taka lærdóminn og vinna út frá því sem hefur verið síðustu vikur. Verðum að taka með okkur lærdóminn.
Eiríkur í Garðabæ:
- Hvernig nýtist heilsugæslan okkur sem best, hvernig komum við henni meira út úr heilsugæslunni, inn í skólana og svo frv.
- Skólaheilsugæslan, álag í öðru starfi heilsugæslunnar hefur haft áhrif á þessa þjónustu.
Liljana á Hvammstanga:
- Er að vinna m.a. í þessum málum, upplifir tímaskort hjá skólahjúkrunarfræðingum, forgangsröðunin er þannig að skólinn situr á hakanum. Lítill tími sem gefst í þetta starf. Hefur sjálf verið í að vinna í því að efla heilsugæslustarfið.
- Gígja: við munum koma þessum áhyggjum á framfæri við landlækni og þróunarstofu heilsugæslunnar.
Næstu skref í HSAM starfinu hjá EL.
- Erum á fullu að vinna við gátlistana og heilsueflandi.is – fer að detta inn.
- Vera með vinnustofu þar sem við getum hist, sjáum hvernig framvindan verður núna, förum að vinna í því að finna tíma sem hentar. Mögulega að vinnustofan væri í sept./okt. þegar við sjáum aðeins lengra fram í tímann.
Um að gera að nýta Facebook-hóp HSAM tengiliða. Hafa beint samband við Gígju (tölvupóstur, sími) ef vantar eitthvað frá EL.
Sólveig Karlsdóttir tók saman
Sent á HSAM tengiliði 19.5.2020 með fyrirvara um breytingar