Fara í efni

Auglýsing um skipulagsmál í Langanesbyggð - veiðihús í landi Tungusels, vinnslutillaga.

Fréttir

Veiðihús í landi Tungusels, vinnslutillaga aðalskipulagsbreytingar og deiliskipulags

Byggðarráð Langanesbyggðar samþykkti á fundi sínum þann 8. ágúst 2024 að kynna vinnslutillögu aðalskipulagsbreytingar og vinnslutillögu deiliskipulags vegna veiðihúss í landi Tungusels í Langanesbyggð.
Vinnslutillagan verður aðgengileg hér á heimasíðu Langanesbyggðar (Sjá tengla hér að neðan) og á skrifstofu sveitarfélagsins frá mánudeginum 12. ágúst 2024. Einnig er hægt að skoða vinnslutillöguna í Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar á skipulagsgatt.is undir málsnúmeri 259/2024 og 258/2024.
Þau sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að koma á framfæri ábendingum vegna skipulagsins. Ábendingar skulu vera skriflegar og merktar ,,Veiðihús í landi Tungusels“ - vinnslutillaga“. Þær skal senda á: Langanesbyggð Langanesvegur 2, 680 Þórshöfn eða á netfangið bjorn@langanesbyggd.is. Einnig er hægt að senda inn ábendingar á skipulagsgatt.is undir fyrrnefndum málsnúmerum.

Frestur til að skila inn ábendingum er til og með föstudagsins 23. ágúst 2024. Ábendingar verða hafðar til hliðsjónar í skipulagsvinnunni en þeim verður ekki svarað með formlegum hætti.

Tenglar á vinnslutillögurnar eru hér fyrir neðan:
Aðalskipulagsbreyting Tungusel (3)
Deiliskipuagsbreyting greinargerð (3)
Deiliskipulagsuppdráttur (3)