Auglýsing um skipulagsmál í landi Tungusels í Langanesbyggð
Sveitarstjórn Langanesbyggðar auglýsir hér með tillögu að breytingu á aðalskipulagi skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 ásamt deiliskipulagi vegna fyrirhugaðs veiðihús í landi Tungusels skv. 1. mgr. 41. gr. sömu laga.
Markmið með byggingu veiðihúss er að styrkja frekar ferðaþjónustu í sveitarfélaginu og bæta samkeppnishæfni þess. Er það í samræmi við stefnu sveitarstjórnar um uppbyggingu í ferðaþjónustu til að styrkja atvinnulíf í Langanesbyggð. Fyrirhuguð breyting á Aðalskipulagi Langanesbyggðar 2007-2027 felst í breytingu á landnotkun í landi Tungusels í Langanesbyggð. Deiliskipulag fyrir veiðihúsið sem er auglýst samhliða aðalskipulagsbreytingunni kveður nánar á um útfærslur framkvæmda og stærðir mannvirkja.
Tillagan eru auglýst frá 18. október til og með 30. nóvember 2024. Hægt er að skoða breytingartillögu aðalskipulags á skipulagsgáttinni, skipulagsgatt.is, undir málsnúmeri 259/2024 og tillögu að deiliskipulagi undir málsnúmeri 258/2024.
Tillögurnar munu jafnframt liggja frammi til kynningar á skrifstofu Langanesbyggðar og á heimasíðunni langanesbyggd.is hér:
Aðalskipulagsbreyting Tungusel tillaga
Deiliskipulagsuppdráttur
Deiliskipulag greinargerð
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við skipulagstillögurnar á skipulagsgáttinni undir fyrrnefndum málsnúmerum. Einnig er hægt að senda athugasemdir á skrifstofu sveitarfélagsins, Langanesveg 2, 680 Þórshöfn eða á netfangið bjorn@langanesbyggd.is. Athugasemdir eða ábendingar skulu vera skriflegar og merktar sendanda. Þær skulu berast í síðasta lagi 30. nóvember 2024.
Björn S. Lárusson
Sveitarstjóri