Góður íbúafundur um nýjan leikskóla
Góðar og hreinskiptar umræður voru á fjölmennum kynningarfundi um nýjan leikskóla sem haldinn var miðvikudaginn 15. nóvember sl. Frummælendur voru fjórir en alls voru um 20 fyrirspurnir og álit íbúa kynnt í ræðustól á fundinum.
Fyrstur frummælenda var Elías Pétursson sveitarstjóri sem fór yfir aðdraganda byggingarframkvæmda. Þorsteinn Ægir Egilsson oddviti gerði grein fyrir ákvörðun sveitarstjórnar um uppbyggingu og forsendur staðsetningar. Sigurður Harðarson arkitekt FAÍ kynnti fyrirliggjandi teikningar að nýjum leikskóla og aðkomu. Ingvar Sigurgeirsson skólaráðgjafi var í fjarfundarsambandi sem fór yfir rök sín um grunn- og leiksskóla undir sama þaki.
Í kjölfar framsöguerindanna fóru fram hreinskiptar umræður og fyrirspurnir. Alls komu 15 manns í ræðustól auk framsögumanna. Áætlað er að um 80 manns hafi setið fundinn þegar mest var.
Jóhannes Sigfússon fundarstjóri þakkaði í lokin fundarmönnum fyrir mjög góðan fund og málefnalegar umræður og hvatti menn til farsællar lausnar fyrir samfélagið í heild.
Hér að neðan eru skjöl og teikningar vegna nýs leikskóla
- Aðkoma grunnmynd
- Aðkoma grunnmynd með aðkeyrslu
- Teikning grunnmynd
- Teikning snið
- Teikning útlit
- Yfirlitsmynd af staðsetningu
- Þrívídddarmynd úr Norð-austri
- Þrívíddarmynd úr Suð-austri
- Faglausn Ný skólamiðstöð, greining gagna
- Minnisblað Gunnars Gíslasonar, dags. 15. nóv. 2017
- Greinargerð meirihluta sveitarstjórnar, dags. 14 nóv. 2017