Fara í efni

Hugmyndir ræddar um ýmsa möguleika á friðlýsingu Langaness.

Fréttir

Ýmsar hugmyndir um hugsanlega friðlýsingu á Langanesi voru reifaðar á fundi á Þórshöfn í gærkvöldi. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra flutti stutt ávarp í byrjun fundarins. Að því loknu fór Davíð Örvar Hansson höfundur skýrslu um "Friðlýsingakosti á Langanesi" yfir skýrsluna sem hann tók saman á síðasta ári um málefnið. Gestur fundarins var Kristinn Jónasson bæjarstjóri í Snæfellsbæ sem sagði frá reynslu Snæfellinga af þjóðgarðinum  "Snæfellsjökull" og áhrifum garðsins á samfélagið í Snæfellsbæ. Fundarmenn skiptust á skoðunum og spurningum var svarað eftir því sem tækifæri gafst. Hér að neðan eru tenglar á umrædda skýrslu og samantekt Kristins um áhrif garðsins á samfélagið í Snæfellsbæ. 

Friðlýsingakostir á Langanesi 

Áhrif Snæfellsjökulsþjóðgarðs