Elías Pétursson sveitarstjóri verður á skrifstofu sveitarfélagsins á Bakkafirði á morgun, miðvikjudaginn 21. ágúst, milli kl. 11 og 15 til viðtals og samráðs.
Landskeppni Smalahundafélags Íslands 2019 verður haldin helgina 24. og 25. ágúst á Hallgilsstöðum hér í sveit. Keppt verður í A- og B-flokki. A-flokkur er opinn öllum hundum sem skráðir eru í Snata, skráningarkerfi Smalahundafélagsins. B-flokkur er opinn öllum þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref í þessari keppni.
Drög að deiliskipulagi fyrir kirkjugarð Þórshafnarkirkju liggur frammi til kynningar á skrifstofu sveitarfélagsins 26. til 31. ágúst milli kl. 10 og 14.
Með vísan til 12. gr. girðingalaga nr. 135/2001 vill sveitarstjórn Langanesbyggðar hvetja alla eigendur eyðijarða í sveitarfélaginu til að fjarlægja allar ónýtar girðingar á landareignum sínum.
Við óskum eftir áhugasömum kennurum sem eru skapandi í starfi. Við leitum að fólki með margþætta reynslu og bakgrunn sem á það sameiginlegt að hafa mikinn áhuga á fjölbreyttum kennsluháttum og skólaþróun.