19.08.2019
Landskeppni Smalahundafélags Íslands á Hallgilsstöðum
Landskeppni Smalahundafélags Íslands 2019 verður haldin helgina 24. og 25. ágúst á Hallgilsstöðum hér í sveit. Keppt verður í A- og B-flokki. A-flokkur er opinn öllum hundum sem skráðir eru í Snata, skráningarkerfi Smalahundafélagsins. B-flokkur er opinn öllum þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref í þessari keppni.