Fara í efni

Yfirlit frétta

10.08.2018

Sunna Friðjóns í Þórshafnarkirkju

Sunna Friðjóns heldur tónleika í Þórshafnarkirkju föstudaginn 10.ágúst kl.20.00
07.08.2018

Breyting á aðalskipulagi Langanesbyggðar 2007-2027

Sveitarstjórn Langanesbyggðar samþykkti á fundi sínum þann 31.júlí 2018 að kynna skipulagslýsingu
04.08.2018

Nýr búnaður við uppsjávarvinnslu tekinn í notkun

Nú er vertíðin hafin og samfélagið dettur í kunnuglegan gír. Tekið var á móti fyrsta farminum 30 júlí er Sigurður Ve kom til Þórhafnar með um 350 tonn af makríl. Ísfélag Vestmannaeyja á Þórshöfn er að taka í gagnið nýjan búnað til notkunar við uppsjávarvinnslu félagsins. Að sögn Siggeirs Stefánssonar framleiðslustjóra á búnaðurinn að skila betri gæðum vörunar, meiri sjálfvirkni við vinnsluna og eykur áreiðanleika vinnslunar. Helsti búnaðurinn sem er verið að taka í notkun eru 3 nýjar sjálfvirkar pokavélar, sjálfvirk stöflun á bretti, sjálfvirkur úrsláttur á blokkum ásamt flutnings, stýri og stjórn kerfi við þennan búnað. Til þess að koma þessu fyrir þurfti að teygja og toga húsnæðið en það var byggt kringum 1975 og hefur starfsemin í því tekið miklum breytingum. Einnig var farið í að endurnýja og betrumbæta fráveitukerfi frystihússins. Það er því óhætt að segja að það sé nóg um að vera hjá Ísfélaginu og nú er bara að vona að veiði verði góð og vertíðin gjöful.
01.08.2018

Fundargerð 86.fundar sveitarstjórnar

Hér má nálgast fundargerðina
30.07.2018

Dagskrá 86. fundar sveitarstjórnar

86. fundur, aukafundur, sveitarstjórnar Langanesbyggðar verður haldinn í félagsheimilinu Þórsveri Þórshöfn þriðjudaginn 31. júlí 2018 kl. 17:00.
19.07.2018

Ríkisstjórnin skoðar málefni Bakkafjarðar

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur skipað nefnd um málefni byggðarinnar við Bakkaflóa.
18.07.2018

Lokun vegna veðurs

Skrifstofa Langanesbyggðar verður lokuð í dag, miðvikudaginn18. júlí, frá og með kl. 12 vegna veðurs.
17.07.2018

Fjölbreytt dagskrá á Bryggjudögum

Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá er í boði fyrir alla á Bryggjudögum á Þórshöfn, dagana 20. til 22. júlí nk.
17.07.2018

Vatnslaust vegna viðgerða

Truflun verður á afhendingu vatns í hús við Bakkaveg á Þórshöfn milli kl. 13 og 14 í dag vegna viðgerða á vatnslögnum.
17.07.2018

Lokun íþróttamiðstöðvarinnar á Þórshöfn

Íþróttamiðstöðin á Þórshöfn verður lokuð í dag, þriðjudaginn 17. júlí, vegna lagfæringa, frá kl. 13 í dag.