29.10.2018
Páll gefur út nýjar vísnagátur
Páll Jónasson í Hlíð á Langanesi hefur nú gefið út þriðju vísnabók sína sem ber heitið 130 Vísnagátur. Áður hefur hann gefið út bækurnar Hananú - 150 fuglalimrur, og Vísnagátur. Gáturnar í bókinni eru eilítið þyngri en í þeirri síðustu og segist Páll vonast til að hægt sé að nota hana í gangfræðiskólum enda séu mörg af þessum orðum að týnast úr íslensku máli, allavega margþætt merking þeirra. Páll er sjálfur með bókina í sölu en mun einnig vera með sölubás á Jólamarkaðinum á Þórshöfn 10. nóvember. Til gamans er hér ein skemmtileg gáta úr bókinni