13.04.2018
Veðrið leikur við okkur þessa dagana og var hitinn í gær líkt og á góðum sumardegi. Inn í höfnina á Þórshöfn streymdu grásleppubátar en veiðar ganga ágætlega að sögn grásleppukarla. Þeir segja að fjörðurinn sé hreinlega fullur af loðnu enda má hvarvetna sjá fugl steypa sér í kræsingarnar. Inní höfninni synti lítil loðnutorfa, sem er afar sjaldséð og gladdi mikið ungviðið sem reyndu sitt besta til að ná þeim með háfum. Loðnan er þó stygg og því ekki mikil veiði. Þá voru þar einnig ungmenni á kayak bátum að skemmta sér í góða veðrinu og meira af ungviði úti í fótbolta.