Búið er að reisa nýjan söluskála fyrir N1 á Þórshöfn og er nú óskað eftir áhugasömum rekstraraðila. Nýja húsnæðið er 120 fermetrar og hentar vel til reksturs söluskála og kaffihúss, með möguleika á öðrum þjónustuútfærslum. Áhugasömum er bent á að hafa samband við Guðnýju Rósu Þorvarðardóttur, gudny@n1.is, eða í síma 440-1020
Viðgerð stendur nú yfir á vatnslögn á Hálsvegi og Lækjarvegi. Því verður afhending stopul á meðan, en viðgerðum lýkur að öllum líkindum fyrir kl. 18 í kvöld, föstudag.
Þeir voru samir við sig jólasveinarnir á Þorláksmessukvöld á Þórshöfn. Komu með látum þar sem bæjarbúar voru að syngja við jólatréið og voru nú svo góðir að gefa börnunum mandarínur og epli, áður en þeir skunduðu inní búðina og létu greipar sópa. Kjötkrókur kom að kassa með fulla körfu af kjöti, en þá hafði einn bróðir hans þegar nappað einu vænu lambakjötslæri og stungið af með krakkaskarann á eftir sér. Þeim lá svo á að forða sér til fjalla að þeir gleymdu einum en sneru nú við að taka hann með. Alltaf jafn gaman að þessum bræðrum og börnin gleðjast að fá þá til byggða.