Fara í efni

Yfirlit frétta

03.11.2017

Undanþága veitt frá fjarlægðarmörkum

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að nýju starfsleyfi fyrir urðunarstað Langanesbyggðar við Bakkafjörð.
03.11.2017

Fundargerð 73. fundar sveitarstjórnar

Fundargerð 73. fundar sveitarstjórnar, dags. 2. nóvember 2017
31.10.2017

73. fundur sveitarstjórnar

73. fundur sveitarstjórnar Langanesbyggðar verður haldinn í félagsheimilinu Þórsveri á Þórshöfn, fimmtudaginn 2. nóvember nk., kl. 17.
31.10.2017

Könnun um skóladeild Framhaldsskólans á Laugum

Þekkingarnet Þingeyinga hefur nú í haust tekið tímabundið við rekstri skóladeildar Framhaldsskólans á Laugum í Menntasetrinu á Þórshöfn. Í vetur er enginn nemandi í fullu námi við deildina og því ástæða til að taka kanna stöðu mála hvað varðar framtíðarsýn og þróun deildarinnar. Íbúar í byggðarlaginu eru því vinsamlegast beðnir að svara stuttri könnun, hvort sem það eru fyrrum nemendur, foreldrar eða aðrir íbúar. Könnunina má opna með því að smella á þennan texta.
25.10.2017

Nýtt sorphirðudagatal fyrir 2017

Nýtt sorphirðudagatal er komið á heimasíðuna fyrir október og út desember
24.10.2017

Rjúpnaveiðibann landeigenda

Eigendur Eldjárnsstaða og Heiði banna rjúpnaveiði í lendum sínum.
17.10.2017

Ábyrg ferðaþjónusta - DMP áfangastaðaáætlun

Á föstudaginn verður fundur í DMP áfangastaðaáætlun haldinn á Raufarhöfn. DMP verkefnið snýst um að skipuleggja og samhæfa þróun og stýringu á öllum þeim þáttum sem geta haft áhrif á upplifun ferðamanna á viðkomandi svæði/áfangastað, þ.m.t. þarfir gesta, heimamanna, fyrirtækja og umhverfis. Því er mikilvægt fyrir alla að mæta sem vilja taka þátt í að þróa ábyrga ferðaþjónustu á svæðinu.
16.10.2017

Lög tímanna á Baðstofustund í Sauðaneshúsi

Þórarinn Hjartarson, syngjandi stálsmiður og sagnfræðingur, flytur LÖG TÍMANNA
16.10.2017

Ungir bændur kalla eftir aðgerðum

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins gaf að líta föngulegan hóp af ungum bændum og fjölskyldum þeirra. Þar voru bændur í Langanesbyggð og Svalbarðshreppi að kalla eftir aðgerðum frá stjórnvöldum vegna þess ástands sem nú er uppi í sauðfjárrækt, með stórfelldum lækkunum afurðarstöðva á kjötverði til bænda. Í viðtölunum komu fram mismunandi skoðanir á því hvaða aðgerðir séu vænlegastar en allir eru þó sammála um að við svo komið verði ekki unað. Þó að sauðfjárrækt sé sterk á svæðinu þá er alltaf hætta á að einhverjir hættir og það veikir samfélagið í heild.
13.10.2017

Fundargerð 72. fundar sveitarstjórnar

Fundargerð 72. fundar sveitarstjórnar, haldinn 12. október sl.