14.08.2017
Sveitarstjórn Langanesbyggðar samþykkti á fundi sínum í síðustu viku að öll börn í sveitarfélaginu fái gjaldfrjáls námsgögn sem verða þá til staðar í skólanum s.s. stílabækur, ritföng og annað sem telst nauðsynlegt til skólagöngu. Tekur þetta gildi strax í haust og er sveitarstjóra ásamt skólastjóra falið að útbúa verklagsreglur hvað þetta fyrirkomulag varðar. Skólasetning Grunnskólans á Þórshöfn verður 24. ágúst og verður nánar auglýst er nær dregur.