23.12.2017
Þeir voru samir við sig jólasveinarnir á Þorláksmessukvöld á Þórshöfn. Komu með látum þar sem bæjarbúar voru að syngja við jólatréið og voru nú svo góðir að gefa börnunum mandarínur og epli, áður en þeir skunduðu inní búðina og létu greipar sópa. Kjötkrókur kom að kassa með fulla körfu af kjöti, en þá hafði einn bróðir hans þegar nappað einu vænu lambakjötslæri og stungið af með krakkaskarann á eftir sér. Þeim lá svo á að forða sér til fjalla að þeir gleymdu einum en sneru nú við að taka hann með. Alltaf jafn gaman að þessum bræðrum og börnin gleðjast að fá þá til byggða.