Fara í efni

Yfirlit frétta

18.05.2017

Frábær leiksýning á Bakkafirði

Þau voru heldur flott krakkarnir í Grunnskólanum á Bakkafirði í gær er þau settu upp leiksýninguna Hans Klaufa. Mikil vinna var lögð í alla umgjörð og búninga sem skilaði sér vel. Það var bæði leikið og sungið, greinilegt að þarna fara framtíðar skemmtikraftar. Að leiksýningu lokinni var boðið uppá kjötsúpu, kaffi og kruðerí.
16.05.2017

64. fundur sveitarstjórnar

64. fundur sveitarstjórnar Langanesbyggðar verður haldinn í Félagsheimilinu Þórsveri, fimmtudaginn 18. maí 2017, kl. 17:00.
16.05.2017

Heimilisþrif í afleysingar

Starfsmann vantar í heimilisþrif á Þórshöfn í afleysingar sem fyrst.
16.05.2017

Leiksýning Grunnskólans á Bakkafirði

Hin árlega leiksýning Grunnskólans á Bakkafirði verður haldin miðvikudaginn 17. maí næstkomandi kl. 18:00.
12.05.2017

Sumarstörf í áhaldahúsi

Starfsmenn óskast til fjölbreyttra verkefna í sumarvinnu við Áhaldahúsið á Þórshöfn frá og með 22. til og með 18. ágúst.
09.05.2017

Atvinna í boði – Vinnuskóli Langanesbyggðar

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Vinnuskóla Langanesbyggðar árið 2017.
04.05.2017

Árshátíðarundirbúningur og blíða á Bakkafirði

Annan daginn í röð er veðrið eins og á góðum júlídegi. Á Bakkafirði var 18 stiga hiti um hádegi og sléttur sjór. Í flæðarmálinu lá selur og sleikti sólina en í grunnskólanum voru krakkarnir í árshátíðarundirbúningi. Þar á að setja upp verkið Hans Klaufa 17. maí og öllu til tjaldað. Það er erfitt á svona dögum að vera inni en þau notuðu hádegishléið í fótbolta áður en skóladeginum var haldið áfram. Sýningin verður auglýst þegar nær dregur.
03.05.2017

Dósamóttaka á morgun, fimmtudag

Tekið er á móti dósum á morgun, fimmtudaginn 4. maí, milli kl. 13 og 16 á geymslusvæði bakvið Kjörbúðina.
03.05.2017

Vorið gerir vart við sig

Vorið kom með hraði á Langanesið en hitastigið er komið í 20°C og sjórinn spegilsléttur
02.05.2017

Framkvæmdir í vorblíðunni

Það er alltaf gaman að sjá framkvæmdir hjá íbúum og á vorin byrja hamarshöggin að dynja. Núna er verið að reisa tvo bílskúra. Annar er við Fjarðarveg 43 en það er Vikar Már sem er búinn að slá upp fyrir grunninum, og stefnir á að steypa um helgina enda spáir bongóblíðu. Hinn bílskúrinn er við Bakkaveg en þar eru Friðrik og Steinunn að reisa 40 fm bílskúr. Friðrik sagðist hafa náð að smíða þetta nokkuð innanhúss í vetur og því hafi grindin risið hratt.