Fara í efni

Yfirlit frétta

31.10.2017

Könnun um skóladeild Framhaldsskólans á Laugum

Þekkingarnet Þingeyinga hefur nú í haust tekið tímabundið við rekstri skóladeildar Framhaldsskólans á Laugum í Menntasetrinu á Þórshöfn. Í vetur er enginn nemandi í fullu námi við deildina og því ástæða til að taka kanna stöðu mála hvað varðar framtíðarsýn og þróun deildarinnar. Íbúar í byggðarlaginu eru því vinsamlegast beðnir að svara stuttri könnun, hvort sem það eru fyrrum nemendur, foreldrar eða aðrir íbúar. Könnunina má opna með því að smella á þennan texta.
25.10.2017

Nýtt sorphirðudagatal fyrir 2017

Nýtt sorphirðudagatal er komið á heimasíðuna fyrir október og út desember
24.10.2017

Rjúpnaveiðibann landeigenda

Eigendur Eldjárnsstaða og Heiði banna rjúpnaveiði í lendum sínum.
17.10.2017

Ábyrg ferðaþjónusta - DMP áfangastaðaáætlun

Á föstudaginn verður fundur í DMP áfangastaðaáætlun haldinn á Raufarhöfn. DMP verkefnið snýst um að skipuleggja og samhæfa þróun og stýringu á öllum þeim þáttum sem geta haft áhrif á upplifun ferðamanna á viðkomandi svæði/áfangastað, þ.m.t. þarfir gesta, heimamanna, fyrirtækja og umhverfis. Því er mikilvægt fyrir alla að mæta sem vilja taka þátt í að þróa ábyrga ferðaþjónustu á svæðinu.
16.10.2017

Lög tímanna á Baðstofustund í Sauðaneshúsi

Þórarinn Hjartarson, syngjandi stálsmiður og sagnfræðingur, flytur LÖG TÍMANNA
16.10.2017

Ungir bændur kalla eftir aðgerðum

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins gaf að líta föngulegan hóp af ungum bændum og fjölskyldum þeirra. Þar voru bændur í Langanesbyggð og Svalbarðshreppi að kalla eftir aðgerðum frá stjórnvöldum vegna þess ástands sem nú er uppi í sauðfjárrækt, með stórfelldum lækkunum afurðarstöðva á kjötverði til bænda. Í viðtölunum komu fram mismunandi skoðanir á því hvaða aðgerðir séu vænlegastar en allir eru þó sammála um að við svo komið verði ekki unað. Þó að sauðfjárrækt sé sterk á svæðinu þá er alltaf hætta á að einhverjir hættir og það veikir samfélagið í heild.
13.10.2017

Fundargerð 72. fundar sveitarstjórnar

Fundargerð 72. fundar sveitarstjórnar, haldinn 12. október sl.
10.10.2017

Hellisbúinn snýr heim

Á laugardaginn ætlar Jóel Sæmundsson að sýna Hellisbúann í Þórsveri. Sýningin er einn vinsælasti einleikur heims og er nú settur upp hérlendis í þriðja sinn. Hellisbúinn er frásögn af lífinu sjálfu, hjónabandi, ástum og ósætti. Hellisbúinn útskýrir sína sýn á samlífið og samskipti kynjanna. Konur og karlar, og allir hinir, sem hafa einhvern tímann verið í sambandi, eru í sambandi eða langar í samband, geta skemmt sér vel og samsamað sig við sögur Hellisbúans. Jóel segist ætla að gera sitt besta til að skemmta heimamönnum en hann er sjálfur alinn upp að mestu á Þórshöfn. Hann segist hafa flutt í dýrðina árið 1989 og verið hér alla sína grunnskólagöngu, eða í 10 ár. Þaðan lá leiðin í Kópavog og síðan út til USA að spila körfubolta í skóla. Eftir stopp í Reykjavík fór hann síðan í leiklistarnám til London þar sem hann kláraði BA gráðu. Í dag býr hann í Hafnarfirði og segist búa með útsýni yfir sjóinn sem minni á heimahagana. Jóel kláraði nýlega að leika aðalhlutverk í myndinni Pity the lovers, sem er sænsk mynd sem kemur út á næsta ári. Þá hefur hann leikið í ýmsum leikritum og myndum, og var meðal annars gaurinn sem opnaði dyrnar á þyrlunni í Ófærð. Hann hefur einnig verið í ýmsum verkefnum, leikstjórn og með leiklistarnámskeið, meðal annars á Þórshöfn í fyrra.  Jóel segist mjög spenntur að koma með leikritið heim og ætli að gera sitt besta til að kitla hláturtaugar viðstaddra "Ég vona svo sannarlega að það verði góð mæting og hægt að sýna að svona sýningar eiga alveg heima útá landi, ég ætla að gera mitt besta til að fara "all inn" fyrir ykkur, djöfull hlakkar mér til...eða mig? langt síðan ég var í íslenskukennslu hjá Dagnýju sko" segir hann kátur í bragði. 
10.10.2017

72. fundur sveitarstjórnar

72. fundur sveitarstjórnar verður haldinn nk. fimmtudag, 12. október kl. 17, í félagsheimilinu Þórsveri og hefst fundur kl. 17:00.
10.10.2017

Jólaævintýri með afslætti

Flugfélögin Air Iceland Connect og Norlandair bjóða upp á hagstæð flugfargjöld til og frá Reykjavík frá Þórshöfn um hátíðarnar.