Fara í efni

Yfirlit frétta

01.03.2017

Máfahátíð á Húsavík

Máfahátíð verður í fyrsta skipti haldin á Húsavík dagana 9. til 10. mars nk. Það er Fuglastígur á Norðausturlandi sem stendur fyrir hátíðinni í samstarfi við ýmsa aðila. Henni er ætlað að vekja athygli á ríku fuglalífi Norðurlands/Íslands að vetri til og hvernig það getur nýst samfélaginu. Þetta er gert með viðburðum af ýmsu tagi og er kastljósinu beint að öllum fuglum, stórum jafnt sem smáum, vinsælum jafnt sem óvinsælum.
28.02.2017

Flöskumóttaka á fimmtudag

Tekið er á móti á flöskum fyrir aftan vöruskemmuna við Kjörbúðina á Þórshöfn, fimmtudaginn 2. mars nk. milli kl. 13 og 16.
28.02.2017

Skemmtilegt myndband frá 1990

Á facebook má finna hóp sem heitir Ljósmyndir frá Þórshöfn og nágrenni. Þar kennir ýmissa grasa, margar sögur fljóta með og umræða um liðna tíð. Síðan var upphaflega stofnuð utanum verkefnið Söguslóð um Þórshöfn sem Gréta Bergrún hefur unnið að undanfarin ár, en það snýst um að safna gömlum ljósmyndum af húsum á Þórshöfn. Þeir sem hafa skemmtilegar myndir í fórum sínum er bent á að hafa samband við hana greta@hac.is eða í gsm: 847-4056. Ekki geta allir skoðað myndir á facebook en um að gera fyrir þá sem geta að sýna elda fólkinu myndirnar. Hér er myndband sem var birt á Youtube í gær og allir geta skoðað, það er frábær mynd sem Lárus Gunnólfsson tók upp á Þórshöfn árið 1990.
24.02.2017

Fundargerð 60. fundar sveitarstjórnar Langanesbyggðar

Fundargerð 60. fundar sveitarstjórnar Langanesbyggðar, sem haldinn var á Bakkafirði fimmtudaginn 23. febrúar 2017 má sjá hér að neðan.
24.02.2017

Jákvæð rekstrarafkoma Langanesbyggðar

Um 35 m.kr. jákvæður viðsnúningur var á rekstri sveitarfélagsins í heild sinni árið 2016 miðað við árið á undan. Þetta kemur fram í bráðabirgðarekstraruppgjöri Langanesbyggðar fyrir árið 2016.
23.02.2017

Óveðursspá - minnum á að festa lausamuni

Veðurstofa Íslands varar nú við slæmu veðri á morgun og gott að minna íbúa á að festa lausamuni, ruslatunnur eða annað sem vindurinn getur hrifið með sér. Hægt er að fylgjast með veðri á vedur.is og færð á vegum á vegagerdin.is, gott að taka veðurskeytin áður en farið er á milli staða.
20.02.2017

Aðalfundur UMFL

Aðalfundur Ungmennafélags Langnesinga verður haldinn miðvikudaginn 22. febrúar.
17.02.2017

Fundargerð 59.fundar sveitarstjórnar Langanesbyggðar

Fundargerð 59.fundar sveitarstjórnar Langanesbyggðar
17.02.2017

Skrifstofustjóri ráðinn til starfa

Jónas Egilsson hefur verið ráðinn sem skrifstofustjóri Langanesbyggðar. Jónas er stjórnmálafræðingur að mennt. Hann hefur víðtæka reynslu af sveitarstjórnarmálum, rekstri og stjórnun. Hann hefur ennfremur komið víða við í félagsmálum. Hann sagðist aðspurður hlakka til að takast á ný og fjölbreytt verkefni í góðu samfélagi sem hefði fjölmörg tækifæri. Foreldrar Jónasar voru Erna Ingólfsdóttir verslunarmaður og Egill J. Stardal kennari. Þau eru bæði látin. Jónas á þrjá syni, tvo uppkomna og einn sem lýkur námi í grunnskóla í vor. Ráðningin er vegna veikinda og fæðingarorlofs núverandi skrifstofustjóra. Jónas hefur störf nú í lok febrúar og er boðinn velkominn til starfa.
16.02.2017

Holræsabíll á Þórshöfn í dag

Holræsabíll verður á Þórshöfn í dag 16.febrúar